Golf á Íslandi - 01.08.2015, Side 16
Vinsælu golfferðirnar okkar
Islantilla, El Rompido
og Nuevo Portil á Spáni
Morgado og Penina
í Portúgal
Tvær 10 nátta ferðir
30. sep. – 10. okt.
10. – 20. okt.
Valle del Este á Spáni
7 eða 14 nætur í boði
29. sep.
og 6., 13. og 20. okt.
Spennandi golfferðir í haust og vetur
Van der Valk í Flórída
og tvískiptar ferðir til Spánar og Portúgal
VAN DER VALK – Flórída
vitagolf.is
23. okt. í 14 eða 21 dag
Glæsileg gisting og 18 holur með golfbíl daglega á ótrúlegu verði!
Gist er í vel búnum mismunandi stórum íbúðum og einbýlishúsum
og spilað golf á fjórum flottum golfvöllum á golfbíl.
Fararstjóri: Sveinn Sveinsson
NÝTT
TVEIR FLOTTIR STAÐIR Í EINNI FERÐ
PORTÚGAL – Penina & Morgado
SPÁNN – El Rompido & Nuevo Portil
Tvískiptar ferðir, 5 nætur á hvorum stað. Í Portúgal er gist á Penina og Morgado
og á Spáni er gist á El Rompido og Nuevo Portil. Stutt er á milli staðanna, aðeins
15 mínútna akstur.
NÝTT
VITA
Skógarhlíð 12
Sími 570 4444
ÍS
LE
N
SK
A
S
IA
.IS
V
IT
7
48
27
0
6/
15
TENERIFE – Golf del Sur
Við viljum þakka fyrir ánægjulega golfferð til Tenerife í október. Golf
del Sur á Tenerife er himnaríki fyrir golfara. Fallegt umhverfi, þægilegt
loftslag og 27 holu mjög áhugaverður golfvöllur. Hótelið er vel staðsett
við ströndina og stutt er að fara á golfvöllinn. Við mælum með Golf del
Sur sem áhugaverðum golfdvalarstað.
Anna Elínborg Gunnarsdóttir og Matthías Björnsson, október 2014
Fararstjóri: Sigurður Hafsteinsson, golfkennari.
Karlalandslið Íslands tapaði naumlega gegn Noregi
um laust sæti í efstu deild í úrslitaleik um að komast
í efstu deild á Evrópumeistaramótinu á næsta ári.
Karlaliðið lék í Póllandi og endaði í þriðja sæti í
höggleikskeppninni en þjóðunum var skipt upp í tvo
riðla eftir höggleikskeppnina.
Portúgal og Austurríki komust upp í efstu
deild en úrslitaleikur þeirra um efsta sætið
endaði með jafntefli. Sigur Norðmanna
á Íslendingum var eins og áður segir afar
naumur. Úrslitin í þremur leikjum af alls sjö
réðust í bráðabana.
Ísland hafði áður tapað gegn Austurríki,
5-2, í undanúrslitum mótsins en sigur í þeim
leik hefði tryggt liðinu sæti í efstu deild.
Leikið var á Postolowo golfvellinum í
Póllandi sem er sá næstlengsti í Evrópu.
Alls kepptu 10 þjóðir og þrjár efstu
þjóðirnar komust í 1. deild að ári. Leiknar
voru 36 holur í höggleik og fjórar efstu
þjóðirnar léku holukeppni, þjóð gegn
þjóð, tvær umferðir á hverjum degi,
fjórir fjórmenningar fyrir hádegi og fimm
tvímenningar eftir hádegi.
Andri Þór Björnsson og Kristján Þór
Einarsson sigruðu í fjórmenningi
gegn Noregi á 20. holu en Haraldur
Franklín Magnús og Guðmundur
Ágúst Kristjánsson töpuðu 2/1 í hinum
fjórmenningsleiknum. Rúnar Arnórsson
sigraði í tvímenningsleiknum eftir hádegi
1/0 og Guðmundur Ágúst Kristjánsson vann
einnig sinn leik 2/1. Kristján Þór Einarsson
tapaði á 21. holu, Axel Bóasson tapaði 2/0
og Haraldur Franklín Magnús tapaði á 21.
holu.
Haraldur Franklín Magnús úr GR lék best
allra í íslenska liðinu í höggleikskeppninni
en hann endaði á -1 samtals í 5. – 8. sæti.
Rúnar Arnórsson úr GK var á næstbesta
skorinu eða +1 og þar á eftir kom
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, á
+2. Kristján Þór Einarsson úr GM var á +4
samtals líkt og Axel Bóasson úr GK. Andri
Þór Björnsson endaði á +9.
Þjálfari liðsins var Birgir Leifur Hafþórsson
og honum til aðstoðar sem liðsstjóri og
sjúkraþjálfari var Gauti Grétarsson.
Karlaliðið hársbreidd
frá efstu deild
– naumt tap gegn
Noregi í úrslitaleik
á EM í Póllandi
Frá vinstri: Gauti Grétarsson. Haraldur
Franklín Magnús, Kristján Þór EInarsson,
Rúnar Arnórsson, Andri Þór Björnsson,
Axel Bóasson, Guðmundur Ágúst
Kristjánsson og Birgir Leifur Hafþórsson.
16 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Golf á Íslandi