Golf á Íslandi - 01.08.2015, Side 18
Lexus NX 300h hefur skarpari línur og sker
sig úr fjöldanum með sportlegri hönnun sem
gleður augað frá öllum sjónarhornum.
lexus.is
SKARPARI Á ALLA KANTA
NÝR
NX 300h
ÍS
LE
N
SK
A/
SI
A.
IS
/L
E
X
7
52
24
0
7/
15
Lexus-Ísland | Kauptúni 6 | Garðabæ | Sími: 570 5400
Frá vinstri: Björgvin Sigurbergsson, Anna Sólveig Snorradóttir, Karen Guðnadóttir, Heiða Guðnadóttir,
Sunna Víðisdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Ragnhildur Kristinsdóttir, og Hulda Soffía Magnúsdóttir.
Kvennalandsliðið endaði í 19. sæti á Evrópumeistar
móti landsliða sem fram fór á Helsingör golfvellinum
í Danmörku. Ísland endaði í 19. sæti eftir höggleiks
keppnina sem réði því í hvaða riðli þjóðirnar léku í
framhaldinu. Alls keppti 21 þjóð og var raðað í A, B og C
riðil (8, 8 og 5 þjóðir) eftir 36 holu höggleik.
Ísland tapaði í riðlakeppninni gegn Wales
4-1 þar sem þrír leikir enduðu með minnsta
mun en í kjölfarið náði íslenska liðið að
sigra Lúxemborg og síðan Slóvakíu í leik um
19. sætið.
Í höggleikskeppninni náði Sunna
Víðisdóttir bestum árangri í íslenska liðinu
en hún endaði í 13. sæti eftir að hafa leikið
á 70 og 72 höggum og endaði á pari vallar.
Skor íslenska liðsins í höggleikskeppninni
var eftirfarandi.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK), 72-76,
Sunna Víðisdóttir (GR), 70-72, Heiða
Guðnadóttir (GM), 93-86, Anna Sólveig
Snorradóttir (GK) 79-81, Ragnhildur
Kristinsdóttir (GR) 82-78, Karen
Guðnadóttir (GS) 80-80.
Kvennalandslið endaði í 16. sæti á síðasta
Evrópumóti og var hársbreidd frá því
að leika í A-riðli. Nokkrar breytingar
eru á liðinu í ár þar sem Ólafía Þórunn
Kristinsdóttir Íslandsmeistari í golfi er
ekki lengur gjaldgeng þar sem hún er
atvinnukylfingur. Þrír nýliðar voru í liðinu;
Anna Sólveig Snorradóttir (GK), Heiða
Guðnadóttir (GM) og Karen Guðnadóttir
(GS) en þær Karen og Heiða eru systur.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir (GK),
Ragnhildur Kristinsdóttir (GR) og Sunna
Víðisdóttir (GR) voru allar með í fyrra í
keppninni þegar leikið var í Slóveníu.
Þjálfari liðsins var Björgvin Sigurbergsson
og liðsstjóri/sjúkraþjálfari var Hulda Soffía
Hermannsdóttir.
Kvennalandsliðið
endaði í 19. sæti
18 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Golf á Íslandi