Golf á Íslandi - 01.08.2015, Qupperneq 28

Golf á Íslandi - 01.08.2015, Qupperneq 28
Heiða Guðnadóttir skrifaði nafn sitt í sögubækurnar á Íslandsmótinu í holukeppni þegar hún stóð uppi sem sigurvegari í kvennaflokknum á Jaðarsvelli á Akureyri. Þetta er í fyrsta sinn sem Heiða vinnur stóran titil í fullorðinsflokki og hún er fyrsti kylfingurinn úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar sem vinnur stóran titil. Heiða sigraði Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur úr GR í úrslitum og það er óhætt að segja að sigur Heiðu á þessu móti hafi komið flestum á óvart – nema henni sjálfri. Heiða komst upp úr riðlakeppninni með því að leggja systur sína að velli í úrslitaleik um efsta sætið í riðli 1. Heiða sat því yfir í átta manna úrslitum og komst beint í undanúrslit líkt og Ólafía Þórunn. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni sem fagnaði þessum titli árið 2010 komst ekki upp úr sínum riðli þar sem Signý Arnórsdóttir úr GK stóð uppi sem sigurvegari. Heiða gerði sér lítið fyrir og lagði Signýju í undanúrslitunum 2/1 en Signý hefur tvívegis sigrað á Íslandsmótinu í holu keppni. Ólafía Þórunn þurfti að hafa mikið fyrir því að komast í sjálfan úrslitaleikinn þar sem Anna Sólveig Snorradóttir úr GK gaf ekkert eftir fyrr en á 20. holu. Í úrslitaleiknum setti Heiða hvert púttið á fætur öðru rétta leið og það var lykillinn að árangri hennar. Hún nýtti hverja stund á meðan mótið fór fram til þess að lesa íþróttasálfræði og þá sérstaklega að hún ætti að pútta eins og barn. „Ég vissi að ég gæti þetta þar sem ég lék í undanúrslitum í þessari keppni í fyrra en þá þorði ég ekki að vinna. Ég var að keppa þar við systur mína. Ég vann hana í riðlakeppninni á þessu móti og þá fór ég að trúa meira á mig. Ég hef undirbúið mig svipað fyrir þetta keppnistímabil og áður – hef reyndar haft fleiri tækifæri til þess að fara til útlanda að æfa. Það sem var aðalmálið í þessari keppni var að ég ákvað að pútta eins og barn allt mótið. Ég las kafla eftir hann þar sem hann fór í gegnum það hvernig börn hugsa þegar þau pútta. Þau efast aldrei um eigin getu og þótt púttið fari langt framhjá eða sé of stutt – þá ganga þau að boltanum og hafa alltaf trú á því að þau geti sett næsta pútt ofan í. Ég púttaði því eins og barn allt mótið og það skilaði árangri,“ sagði Heiða Guðnadóttir. Sigurpúttið stendur upp úr „Eftirminnilegasta höggið á Jaðarsvelli var um 5 metra langt pútt á 15. flöt í úrslitaleiknum. Ég setti það niður og það reyndist vera sigurpúttið.“ Sjötta holan í uppáhaldi „Þegar ég stend á teignum á 6. braut á Jaðarsvelli þá líður mér eins og ég sé á velli erlendis. Bara yndislegt. Gott teighögg fær sanngjarna niðurstöðu, flötin er stór, og mér líkar við stórar flatir. Kletturinn á bak við flötina gerir brautina enn áhugaverðari og þetta er bara frábær hola í alla staði.“ Reyndi að pútta eins og barn – Heiða Guðnadóttir notaði sálfræðina til þess að tryggja sér sinn fyrsta stóra titil Kvennaflokkur, Íslandsmeistarar í holukeppni: 1988 Karen Sævarsdóttir GS (1) (1) 1989 Þórdís Geirsdóttir GK (1) (1) 1990 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (1) (1) 1991 Karen Sævarsdóttir GS (2) (2) 1992 Karen Sævarsdóttir GS (3) (3) 1993 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (2) (2) 1994 Karen Sævarsdóttir GS (4) (4) 1995 Ólöf María Jónsdóttir GK (1) (2) 1996 Ólöf María Jónsdóttir GK (2) (3) 1997 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (3) (3) 1998 Ólöf María Jónsdóttir GK (3) (4) 1999 Ólöf María Jónsdóttir GK (4) (5) 2000 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (4) (4) 2001 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (5) (5) 2002 Herborg Arnarsdóttir GR (1) (6) 2003 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (6) (7) 2004 Ólöf María Jónsdóttir GK (5) (6) 2005 Ragnhildur Sigurðardóttir GR (7) (8) 2006 Anna Lísa Jóhannsdóttir GR (1) (9) 2007 Þórdís Geirsdóttir GK (2) (7) 2008 Ásta Birna Magnúsdóttir GK (1) (8) 2009 Signý Arnórsdóttir GK (1) (9) 2010 Valdís Þóra Jónsdóttir GL (1) (1) 2011 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR (1) (10) 2012 Signý Arnórsdóttir GK (2) (10) 2013 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR (2) (11) 2014 Tinna Jóhannsdóttir GK (1) (12) 2015 Heiða Guðnadóttir GM (1) (1) Silfur: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var með Alfreð bróður sinn á „pokanum“ í úrslitaleikjunum. 28 GOLF.IS - Golf á Íslandi Íslandsmót í holukeppni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Golf á Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.