Golf á Íslandi - 01.08.2015, Qupperneq 35

Golf á Íslandi - 01.08.2015, Qupperneq 35
„Ég býst við að framkvæmdastjórinn, Guðmundur Sigvaldason, væri ánægður ef ég kæmist ekki í gegn því að verkefnin eru mörg sem þarf að leysa en ég vinn líka að mótinu sjálfu með ýmsum hætti.“ Formaðurinn segir að það hafi aldrei verið efi í hans huga að Leynir gæti tekið að sér þetta verkefni. „Þetta er stórt verkefni fyrir lítinn klúbb en við erum með metnað til þess að gera þetta eins vel og hægt er. Það er búið að setja viðmið um það hvernig Íslandsmótið eigi að fara fram og við vorum aldrei í vafa um að Leynir gæti haldið þetta mót með glæsilegum hætti. Við erum með frábæran golfvöll hérna á Garðavelli og markmiðið er að hann verði í sínu besta ástandi og verði skemmtileg áskorun fyrir bestu kylfinga landsins. Það eru margir sem eiga eftir að njóta þess að spila á vellinum bæði fyrir og eftir Íslandsmótið og ég hvet sem flesta að nýta sér tækifærið og leika á vellinum á meðan hann er í þessu ástandi. Við finnum fyrir miklum meðbyr og stuðningi úr samfélaginu hérna á Akranesi og ekki síst frá bæjaryfirvöldum. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri hefur m.a. sýnt þessu mikinn áhuga og við finnum að það starf sem við erum með hérna í Leyni skiptir miklu máli fyrir bæ á borð við Akranes og eykur lífsgæði þeirra sem hér búa. Íþróttabandalag Akraness hefur einnig lagst á árarnar með okkur og við höfum fengið aðgang að starfsmanni ÍA í ýmis verkefni.“ Samkeppnin er meiri er áður Þórður fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í golfi árið 1997 og er hann annar kylfingur­ inn í karlaflokki úr Leyni sem hefur afrekað það. Birgir Leifur Hafþórsson var sá fyrsti í Vestmannaeyjum árið 1996. Þórður segir að samkeppnin í golfinu í dag sé meiri en áður. „Samkeppnin í keppnisgolfinu er meiri í dag, breiddin er meiri miðað við þegar ég var að keppa mest sjálfur. Við erum að sjá 12-14 ára krakka leika á pari og jafnvel undir pari vallar. Gæði valla á Íslandi hafa stóraukist með bættri þekkingu og menntun golfvallasérfræðinga. Menntunarstig golfkennara hefur einnig aukist til muna. Allt þetta gerir það að verkum að íslenskir kylfingar eru stöðugt að verða betri. Vandamálið mitt í golfinu í dag er að ég mæti á teig og held að ég sé enn með sömu taktana og fyrir 17 árum. Metnaðurinn er enn til staðar en ástundunin er ekki sú sama og áður. Ég geri miklar kröfur til mín og ég vil alltaf leika í kringum parið.“ Hvað hefði gerst? Þórður valdi aðra leið en vinur hans Birgir Leifur Hafþórsson en hann veltir því stundum fyrir sér hvernig hlutirnir hefðu þróast ef vinirnir hefðu farið saman í atvinnumennskuna. „Ég fór út í háskólanám í Bandaríkjunum en ákvað að koma heim eftir eitt ár og klára námið mitt hér. Ég hef oft hugsað um hvað hefði gerst ef ég hefði valið að taka golfíþróttina fram yfir námið og starfsferilinn í kjölfarið. Ég hefði getað farið sömu leið og Birgir Leifur Hafþórsson valdi, að taka áhættuna og gerast atvinnukylfingur. Við hefðum verið gott teymi enda þekkjumst við mjög vel og við höfum séð að t.d. Svíar reyna ávallt að vera með hóp af ungum atvinnukylfingum saman til þess að þeir nái enn betri árangri. Það er erfitt og oft einmanalegt að standa einn í þessu eins og Birgir Leifur hefur upplifað. Ég var aldrei í vafa um að ég hefði getuna til þess að fara í atvinnumennskuna. Ég valdi að fara aðra leið og ég sé ekkert eftir því í dag. Hins vegar er alltaf gaman að velta fyrir sér hvað hefði gerst ef ég hefði valið atvinnumennskuna og farið með Bigga Leif.“ Þórður man hvert einasta högg á loka­ hringnum árið 1997 þegar hann tryggði sér sigurinn á Íslandsmótinu. „Ég átti 2-3 högg að ég hélt þegar ég kom á 18. teig. Ég fann mikinn stuðning frá félögum mínum úr Leyni sem voru allir mættir á lokaholuna. Upphafshöggið fór aðeins hægra megin í kargann. Um leið og boltinn fór af stað öskruðu strákarnir ofan af Skaga, „þú ert maðurinn“ og þá vissi ég að staðan væri hagstæð. Ég slakaði aðeins á eftir það og sló með 9-járni inn á flöt en náði ekki upp á efri pallinn. Ég þrípúttaði og fékk skolla en það skipti engu máli þar sem ég var með gott forskot. Tilfinningin sem fylgdi í kjölfarið var ótrúleg og fátt sem toppar þetta. Ég rifja þetta nú ekki oft upp en ég fæ oft að heyra það frá syni mínum að ég hafi einu sinni verið Íslandsmeistari. Þá er hann að fussa og sveia yfir einhverju ömurlegu skori hjá pabba sínum og þá fæ ég að heyra þessa setningu: „Og þú varst einu sinni Íslandsmeistari.“ Gríðarlega stór hópur afrekskylfinga Þórður var inntur eftir því hvernig golf­ áhuginn hafi vaknað á Akranesi á sínum tíma. „Áhuginn á golfinu kviknaði hjá mér árið 1982. Við bjuggum í Grundahverfinu og við vinirnir vorum oft að þvælast út fyrir okkar nærsvæði. Við römbuðum á þessar Ungur og efnilegur: Þórður Emi slær hér á gamla hvíta teignum á 6. sem var staðsettur fyrir aftan 18. flötina. Ég held að metið á einum degi hjá okkur hafi verið 63 holur frá því við komum að morgni og fórum heim rétt um miðnætti. Það voru langir dagar en menn spiluðu og spiluðu. Nálægðin við bæinn skipti einnig máli og við vorum ekki háðir því að vera skutlað upp á völl eða taka strætó. Á þessum tíma þegar við vorum að alast upp þá getum við horft á þær aðstæður sem voru annars staðar. Þetta var hálfgerð gullöld og það var auðvelt fyrir þá sem á eftir komu að detta inn í þetta umhverfi. 35GOLF.IS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Golf á Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.