Golf á Íslandi - 01.08.2015, Page 68

Golf á Íslandi - 01.08.2015, Page 68
E N N E M M / S ÍA / N M 3 4 7 9 2 Alvöru íslenskt golfhótel Icelandair hótel Hamar REYKJAVÍK NATURA REYKJAVÍK MARINA Í KEFLAVÍK FLÚÐIR KLAUSTUR HÉRAÐ AKUREYRI HAMAR Icelandair hótel Hamar, Borganesi Nánari upplýsingar og bókanir: icelandairhotels.is eða í síma 433 6600 Hamarsvöllur er skemmtilegur 18 holu golfvöllur staðsettur í gullfallegu umhverfi á söguslóðum í Borgarnesi. Icelandair hótel Hamar er glæsilegt hótel þar sem gestir njóta einstakrar kyrrðar og snæða ljúfmeti sem framreitt er úr hráefni úr héraði. Af hótelinu er gengið beint út á golfvöllinn. Staðsetningin, aðstaðan og frábær tilboð á golfi og gistingu gera Icelandair hótel Hamar að draumaáfangastað golfarans, hvort sem um ræðir golfhelgi með ástinni eða heimsóknir stærri hópa. Verið velkomin á Icelandair hótel Hamar. Sláttur alla daga: Flatirnar á Garðavelli verða í toppstandi á Íslandsmótinu eins og aðra daga. Mín skoðun er sú að ég vil sjá keppendur ná góðu skori á góðum velli á Íslandsmótinu. Við höldum því vellinum í því ástandi sem hann er vanalega, þá á ég helst við að við munum ekki láta kargann vaxa sérstaklega fyrir Íslandsmótið. Flatirnar verða í eins góðu ástandi og mögulegt er að hafa þær. Völlurinn verður snyrtilegur og þegar Íslandsmótinu er lokið ættu allir kylfingar að njóta þess að leika við frábærar aðstæður. Ég vil að kylfingarnir sem keppa á Íslandsmótinu eigi frekar möguleika á að fá fugl eða jafnvel örn í stað þess að vera að ströggla við skolla eða skramba,“ segir Brynjar Sæmundsson vallarstjóri Garðavallar á Akranesi en Brynjar er þaulreyndur þegar kemur að undirbúningi á keppnisvöllum fyrir stórmót á Íslandi. „Við stefnum á að hafa hraðann í 8,5+ í stimpmetrum á flötunum. Það þarf að finna út hvernig við förum best að því. Það er töluverður munur á hraða á gömlu og nýju flötunum á Garðavelli og við setjum okkur það markmið að flatirnar verði með mjög svipaðan hraða. Það þarf að beita þekktum aðferðum til þess, slá neðar, valta oftar eða tvíslá. Fer allt eftir því hvaða flatir er um að ræða. Garðavöllur er mun þurrari en í fyrra, tíðarfarið hefur verið annað í sumar, og þær framkvæmdir sem farið var í til þess að þurrka völlinn hafa skilað sínu.“ Brynjar rekur fyrirtækið Grastec samhliða því að vera í hlutastarfi sem vallarstjóri á Garðavelli. Hann segir að reynslan af því sé góð og það henti vel að vera með slíkt fyrirkomulag hjá klúbbi eins og Leyni. Brynjar var áður framkvæmdastjóri Leynis en hann er menntaður sem golfvallasérfræðingur frá Skotlandi. „Þetta hentar vel hérna á Akranesi þar sem ég var starfandi í áratug hjá klúbbnum og ég þekki þetta því vel. Þetta snýst um samvinnu við stjórn og framkvæmdastjóra, sem hefur gengið ljómandi vel, en þetta fyrirkomulag hentar að ég held betur fyrir millistærð af golfklúbbum og þá sem minni eru. Við höfum bætt við mannskap á völlinn í aðdraganda Íslandsmótsins og þetta er að ganga vel upp. Það er tilhlökkun hjá okkur að taka á móti bestu kylfingum landsins,“ sagði Brynjar Sæmundsson vallarstjóri Garðavallar. Flatirnar verða frábærar – Brynjar Sæmundsson vallarstjóri á Garðavelli Gengið: Brynjar Sæmundsson, Leó Snær Guðmundsson og Hallur Flosason eru með puttann á púlsinum á Garðavelli. 68 GOLF.IS - Golf á Íslandi Flatirnar verða frábærar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Golf á Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.