Golf á Íslandi - 01.08.2015, Síða 78
Alls tóku 26 keppendur þátt í
kvennaflokknum og komust 21 þeirra
áfram á lokahringinn.
Aðstæður á öðrum og þriðja keppnisdegi á
Hlíðavelli voru nokkuð erfiðar – töluverður
vindur og völlurinn frekar harður. Guðrún
Brá náði samt sem áður að leika vel þegar
mest á reyndi. Hún lék lokahringinn á
einu höggi yfir pari vallar eða 73 höggum.
Keppinautar hennar náðu aldrei að ógna
Guðrúnu að ráði á lokahringnum og
munurinn varð aldrei minni en þrjú högg.
Guðrún var í efsta sæti alla þrjá keppnis
dagana en hún var með þriggja högga
forskot eftir fyrsta hringinn sem hún
lék á 73 höggum eða +1. Ólöf María
Einarsdóttir úr GHD var önnur og Helga
Kristín Einarsdóttir (NK) og Ragnhildur
Kristinsdóttir GR voru á +6.
Að loknum öðrum keppnisdegi var
Guðrún enn með þriggja högga forskot en
Ragnhildur var þá önnur en Berglind var
komin í þriðja sætið ásamt Ólöfu Maríu.
Þetta var annar sigur Guðrúnar í röð
á mótum á Íslandi en hún lék vel á
Smáþjóðaleikunum þar sem hún sigraði
á góðu skori í einstaklingskeppninni á
Korpúlfsstaðarvelli.
„Það eru æfingarnar á undanförnum vikum
sem eru að skila sér – og ég stefni á að halda
áfram á sömu braut,“ bætti Guðrún Brá við
en hún er 21 árs gömul og hefur ekki náð að
landa sigri á Íslandsmótinu í golfi. „Ég tel
mig vera vel undirbúna fyrir öll mót og það
er alltaf markmiðið að sigra,“ sagði Guðrún
Brá þegar hún var innt eftir því hvort hún
stefndi ekki á sigur á stærsta móti ársins.
– Sýndi stöðugleika
og styrk þegar mest á
reyndi á Símamótinu
Öruggur sigur
hjá Guðrúnu Brá
„Þetta er að ég held bara í
annað sinn sem ég sigra á
Eimskipsmótaröðinni og
það er gott að upplifa sigur.
Það hefur alltof oft verið
mitt hlutskipti að enda í
öðru sæti,“ sagði Guðrún Brá
Björgvinsdóttir úr Keili eftir
sigurinn á Símamótinu sem
fram fór dagana 12. – 14. júní á
Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Sigur
Guðrúnar var nokkuð öruggur,
hún vann með sex högga mun
en GR-ingarnir Ragnhildur
Kristinsdóttir og Berglind
Björnsdóttir voru í næstu
sætum þar á eftir.
Lokastaðan í kvennaflokki á Símamótinu:
1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK 223 högg (73-77-73) +7
2. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR 229 högg (78-75-76) +13
3. Berglind Björnsdóttir, GR 230 högg (81-74-75) +14
4. Signý Arnórsdóttir, GK 232 högg (82-78-72) +16
5. Ólöf María Einarsdóttir, GHD 236 högg (76-79-81) +20
6. – 8. Saga Traustadóttir, GR 242 högg (81-84-77) +26
6. – 8. Ingunn Einarsdóttir, GKG 242 högg (81-82-79) +26
6. – 8. Tinna Jóhannsdóttir, GK 242 högg (85-78-79) +26
Kraftmikil:
Ragnhildur
Kristinsdóttir
slær hér af
krafti á 18. teig á
lokahringnum.
Lokadrævið:
Berglind Björns
dóttir úr GR náði
þriðja sætinu í
Mosfellsbæ.
Lokainnáhöggið. Guðrún Brá slær hér
inn á 18. flötina á lokahringnum.
M
ar
kh
ön
nu
n
eh
f
Kræsingar & kostakjör
netto.is
Tilboðin gilda meðan birgðir endast. | Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. | Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana.
ALLT FYRIR HREYFINGUNA
NÆRINGARRÍKT
ÚRVAL Í NETTÓ
Cocofina kókosvatn Kókosvatn er steinefna-
ríkt og svalandi, sannkallaður sportdrykkur
náttúrunnar! Drekktu það á æfingu og eftir
hana til að líkaminn viðhaldi góðu vökva-
og steinefnajafnvægi.
Sistema vatns- og
hristibrúsar Gríptu með þér
flottan brúsa fyrir vatnið!
Ekkert BPA – Engin þalöt.
Bollaréttir Náttúruleg
blanda hráefna í hand-
hægum umbúðum.
Bættu í heitu vatni,
hrærðu og njóttu.
Næringarstykki Ljúffeng
stykki með stökkum
bitum, fræjum og hnetum
ásamt viðbættu próteini
úr hrísgrjónum.
Ristaðar baunir Nærandi bauna-
blanda, ristuð og léttsöltuð.
Einstaklega próteinríkt frá nátt-
úrunnar hendi. Fjöldi annarra
naslpoka í boði.
Vörurnar frá The Food Doctor eru sérstaklega samsettar til að stuðla að jafnvægi
á blóðsykri og veita heilnæma, seðjandi næringu í amstri dagsins.
Sunwarrior Activated barley Lífrænt
bygg - spírað, gerjað, þurrkað og malað í
bragðlaust duft. Flókin kolvetni veita þér
langtíma orku fyrir æfingu og áreynslu.
Prófaðu byggduftið út í kókosvatn!
Sunwarrior Warrior Blend Náttúruleg
blanda hamp-, bauna og trönuberja-
próteins. Inniheldur allar lífsnauðsyn-
legu amínósýrurnar og engin skaðleg
aukaefni. Hráfæði og vegan.
78 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Eimskipsmótaröðin