Golf á Íslandi - 01.08.2015, Side 106
Way of Life!
er öflugur, fjórhjóladrifinn
snillingur með ríkulegan staðalbúnað.
Meðaleyðsla er aðeins 5,7 l/100 km sjálfskiptur.
All-grip skapar aksturseiginleika í sérflokki.
Komdu og prófaðu. Þú kemst alla leið!
Suzuki bílar hf. I Skeifunni 17 I Sími 568 5100
Fáðu nánari upplýsingar á suzuki.is
Suzuki
Golfkerrurnar
oG Golfararnir!
allt kemst fyrir!
d
y
n
a
m
o
r
e
y
k
ja
v
ík
Jordan Spieth hefur verið á ótrúlegum skriði á þessu
ári og hinn 21 árs gamli Bandaríkjamaður hefur komið
með ferska vinda í golfveröldina. Spieth sigraði á
Opna bandaríska meistaramótinu á Chambers Bay
á mögnuðum lokadegi. Þetta er annar sigur hans á
risamóti en hann sigraði á Mastersmótinu á Augusta.
Lokakafli mótsins var stórkostlegur þar sem
Dustin Johnson gat tryggt sér sigurinn á
lokaholunni en hann þrípúttaði þegar mest
á reyndi. Spieth sigraði með minnsta mun.
Johnson gat tryggt sér sigurinn þar sem
hann púttaði fyrir erni á lokaholunni en
niðurstaðan var þrípútt og skolli.
Aðstæðurnar á Chambers Bay vellinum
rétt við Seattle voru heitt umræðuefni í
fjölmiðlum en gríðarlegir þurrkar og hiti
gerðu það að verkum að keppnisvöllurinn
var á köflum harður eins og malbik.
Spieth er aðeins sjötti kylfingurinn í sögunni
sem nær að sigra á Mastersmótinu og Opna
bandaríska meistaramótinu á sama árinu.
Hann er nú þegar búinn að koma sér fyrir á
sömu hillu og Tiger Woods, Jack Nicklaus,
Arnold Palmer, Craig Wood og Ben Hogan.
Þar að auki er Spieth yngsti sigurvegarinn
á Opna bandaríska meistaramótinu frá
því Bobby Jones sigraði árið 1923. Spieth
er einnig sá yngsti sem sigrar á tveimur
risamótum í röð frá því Gene Sarazen gerði
slíkt hið sama árið 1922.
Æfði margar íþróttir sem
barn og unglingur
Það er margt áhugavert við feril Jordans
Spieth. Sérstaklega bakgrunnur hans í
íþróttum. Það mætti ætla að hann hafi lagt
golfíþróttina snemma fyrir sig og lagt allt í
sölurnar. Staðreyndin er önnur.
Þegar Spieth var 12 ára gamall var ljóst að
golfíþróttin átti hug hans. Foreldrar hans
hvöttu hann til þess að stunda fleiri íþróttir
samhliða golfinu.
„Við trúum því að það sé betra fyrir börn að
upplifa marga hluti í gegnum mismunandi
íþróttagreinar. Við vildum ekki að Jordan
myndi sérhæfa sig of snemma. Það er
hlutverk okkar sem foreldra að koma því
til skila til barnanna okkar að lífið er meira
en ein íþrótt og eitt markmið. Það gerist
of oft að börn sem sérhæfa sig snemma
í einni íþrótt brenna hreinlega upp og
missa áhugann,“ sagði Chris Spieth, móðir
Jordans Spieth, í viðtali vestanhafs. Þess
má geta að Jordan Spieth kastar með vinstri
en slær golfboltann rétthent.
Baklandið: Jordan Spieth fagnar hér sigrinum á Opna bandaríska meistaramótinu ásamt
foreldrum sínum og bróður. Frá vinstri; Shawn Speith, Chris Speith, Jordan Spieth og Steven
Speith.
Jordan Spieth æfði
margar íþróttir sem
barn og unglingur.
Yfir vetrartímann var
hann leikstjórnandi í
körfuboltaliði, aðal
kastarinn í hafnaboltaliði
og leikstjórnandi í
bandarísku fótboltaliði.
Hann var því fyrst og
fremst íþróttamaður áður
en hann gerðist kylfingur.
Við vorum með um 700 manns á biðlista
og þar eru einstaklingar sem hafa beðið
allt frá árinu 2009.
106 GOLF.IS - Golf á Íslandi
Spieth skrifar söguna