Golf á Íslandi - 01.08.2015, Qupperneq 120

Golf á Íslandi - 01.08.2015, Qupperneq 120
DÓMARASPJALL Hörður Geirsson hordur.geirsson@gmail.com Regla 10 fjallar um leikröð. Reglan er einföld og líklega eitt af því fyrsta sem kylfingar læra. Á fyrsta teig ræður rástafla eða hlutkesti leikröðinni. Sá sem á lægsta skor á holu leikur síðan fyrstur á næsta teig. Eftir teighöggin leikur sá næst sem á boltann sem er lengst frá holunni. Skiptir einhverju máli hvort leikið er í réttri röð? Oftast ekki. Í holukeppni passa menn sig á að leika í réttri röð, því ef keppandi slær sinn bolta þegar mótherji hans á að leika getur keppandinn átt það yfir höfði sér að mótherjinn afturkalli höggið. Í höggleik (þ.á.m. punktakeppni) hefur það engar afleiðingar þótt leikið sé í rangri röð, nema ef keppendur koma sér saman um það til að einhver keppendanna hagnist á því. Sú staðreynd að það er almennt refsilaust að víkja frá reglunni um leikröð í höggleik hefur leitt til þess að kylfingar eru sífellt oftar hvattir til að leika „ready golf“, til að flýta leik. Á teignum Sá sem á teiginn á að vera tilbúinn til að slá fyrstur. Ef hann er ekki tilbúinn slær einhver annar í ráshópnum fyrstur. Skorkortið er fyllt út á meðan aðrir í ráshópnum slá. Á brautinni Allir í ráshópnum ættu að fara að sínum bolta eins fljótt og hægt er. Á meðan beðið er eftir að næsti ráshópur á undan sé úr færi ættu kylfingar að undirbúa sitt högg, velja kylfu, taka hana úr golfpokanum og vera tilbúnir að slá. Ef sá sem er lengst frá holunni og „á að slá næstur“ hefur tafist slær einhver annar sem er tilbúinn. Ef leita þarf að bolta fara aðrir í ráshópnum samt fyrst að sínum bolta og undirbúa sig. Langoftast finnst boltinn sem leitað er að mjög fljótlega og því er óþarfi að allur ráshópurinn fari strax í að leita. Þegar ljóst er að eigandi boltans finnur hann ekki eftir snögga yfirferð fara aðrir í ráshópnum til hans og hjálpa honum að leita, helst eftir að hafa sjálfir slegið sinn bolta. Á flötinni Þegar boltinn er kominn inn á flötina ættu allir að geyma golfpokann sinn við flötina þar sem gengið er í átt að næsta teig. Með „Ready golf“ Leikröð – Hvatningin um að leika „Ready golf“ felst í aðalatriðum í tvennu: ■■ Kylfingar séu vakandi fyrir því að tefja ekki leik að óþörfu og séu tilbúnir til að slá sinn bolta þegar það er hægt. ■■ Kylfingar komi sér saman um að líta framhjá reglunni um leikröð ef það flýtir leik. Þótt „Ready golf“ sé oft tengt við seinna atriðið má segja að það fyrra sé jafnvel mikilvægara. Í því felst að nýta tímann sem best, huga að kylfuvali þegar gengið er að boltanum, vera tilbúinn með kylfu og tí þegar kemur að manni að leika á teig o.s.frv. Að tileinka sér „ready golf“ á við alls staðar á golfvellinum. ÞARFTU AÐ GEYMA GAMLA GOLFSETTIÐ? WWW.GEYMSLA24.IS GEYMSLA24 | Skemmuvegi 4 | 200 Kópavogur 120 GOLF.IS - Golf á Íslandi Dómaraspjall
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Golf á Íslandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.