Háðfuglinn - 01.07.1949, Qupperneq 5

Háðfuglinn - 01.07.1949, Qupperneq 5
.... ok skoraði Sigfúss Gunnarr á hólm við sik ok fór hólm- gangan fram í Tjarnarhólmanum að viðstöddu fjölmenni.......... ............... I vörzlum bæjarstjórnar váru aðeins tvö vápn, en það voru sverð eitt gamalt, er fundist hafði í öskuhaug Ingólfs Arnarsonar ok kústur Fegrunarfélagsins, er enn hafði eigi verið notaður til síns brúks. Greip Gunnarr sverðit ok fleygði kústin- um til Sigfúss ok kvaðst sjálfur aldrei þat verkfæri nota skyldu . . Ok síðan börðust þeir tveir með stórum höggum ok öruggum at- gangi, er hvárr veitti öðrum, og sóttust einart í ákafa. Kom svá at lokum at hvárigur gat lengur staðit fyrir mæði og settust þeir niður í grasið til at hvíla sik. Þá mælti Sigl'úss: „Nú ertu óvígr, ok vil ek eigi lengr berjast við þik at þessu sinni“. Gunnarr svaraði: ,,Svá er þat at nokkut hefur leikizt á minn lduta, en þó myndi mér enn vel duga ef ek fengi öl nokkut at drekka". Sigfúss: „Eigi hef ek valit mér þat hlutskifti um dagana at brynna íhaldsmönnum né öðrum með áfengum miði, en þó skal nú frá víkja svá illa kominn sem þú nú ert“. „Svík mik þá eigi með antabus", mælti Gunnarr. Hann var góður þessi Séu stórpólitísk vandamál á döjinm kemur það jafnvel fyrir að háttsettir em- bœttismenn ómaka sig við að skýra eðli þeirra fyrir vinnukonum sinum. Þannig var það með embœttismann einn i Reykja- vik, er cctlaði að skýra nauðsyn þess að við gengjum í Atlantshafsbandalagið fyr- ir fáráðri vinnustúlku. „Ef við göngum eklti i bandalagið koma Rússar og taka okkur og Rússar eru villimenn", sagði embœttismaðunnn. „lig skil ekki i að það sé nein hcctta á að þeir rali hingað úr því þeir eru villi- menn“, svaraði stúlkan. Og svo er það sagan um manninn, sem svitnaði svo mikið á nóttunni, eftir að hafa verið á fyllirii, að hann varð að sofa með kút en konan hans gekk i Slysavarnafélagið. HÁÐFUGLIW 5

x

Háðfuglinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Háðfuglinn
https://timarit.is/publication/2029

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.