Háðfuglinn - 01.07.1949, Qupperneq 7
raust sína öflugum, drynjandi tónum „Táp og
fjör og frískir menn“, hærra og hærra, þangað
til því líkast er sem allt norður stranda stuðla-'
berg muni á hverju augnabliki hrynja yfir sam-
komuna.
Á þessari stundu hófst blómaskeið söngsins
listar í Vegleysusveit. En það hófst líka á sarnri
stundu hnignunartímabil fyrir kýrnar í Styrkja-
koti.
Því nú mátti bóndinn á bænum ekki lengur
vera að því að hugsa um búskapinn. — Hann
varð stöðugt að vera á ferðinni um sveitina að
syngja íyrir fólkið. Væri brúðkaup á einhverj-
um bænurn, væri afmæli, væri skírnarveizla, væri
verið að grafa liina dauðu, aldrei þótti nein slík
athöfn fullkomin án raddarinnar frá Styrkjakoti.
— Bóndinn í Styrkjakoti steig liærra og hærra á
liimin frægðarinn-
ar. Kýrnar í Styrkja
koti sukku dýpra
og dýpra í innihald
flórsins.
En bóndinn i
Styrkjakoti ofmetn-
aðist ekki af Irægð
sinni. Alltaf var
hann jafn alþýðleg-
ur, hrokalaus, blátt
áfram. Til dæmis þegar hann var búinn að
syngja á einhverjum bænum hafði hann það jafn-
an fyrir sið að fara með seinasta tóninn fram í
eldhús að fá sér kaffi.
Hann átti enga óvini, þessi yfirlætislausi mað-
ur senr öllum vildi skemmta. „Hvernig getnm
við launað honum ölf innilegheitin“, sagði
fólkið.
Og nú, þegar bóndinn í Styrkjakoti liafði
haldið sína fyrstu opinberu söngskemmtun, datt
fólkinu snjallræði í hug. „Það verður að kaupa
nýtt orgel til að spila undir hjá honum“, sagði
fólkið. „Við skulum launa honum öll innileg-
heitin með því að senda hann eftir því suður“.
— „Já, og endilega láta hann líka kaupa músa-
gildru til frekara öryggis fyrir ofan háa-c“, sögðu
gárungarnir.
„Ég moka flórinn þegar ég kem aftur“, sagði
bóndinn í Styrkjakoti, kvaddi konu sína og hélt
til Reykjavíkur.
II. KAFLI.
Hér segir frá því, þegar bóndinn í Styrkjakoti
hitti mennina sem áttu borð.
Þegar bónclinn í Styrkjakoti steig út úr áætl-
unarbílnum sem flutti hann til Reykjavíkur
var komið kvöld.
En þeir sem íerðast í verzlunarerindum Veg-
leysusveitar spyrja ekki hvað klukkan sé, þeg-
ar afgreiðsla aðkallandi mála er annars vegar.
Bóndinn í Styrkjakoti sneri sér tafarlaust að
hópi ungra manna sem stóðu á götuhorni og
spurði: „Afsakið, en þið getið víst ekki sagt mér
hvar hægt væri að fá keypt orgel við sanngjörnu
verði?“ — „Orgel?" sögðu piltarnir og litu undr-
andi hver á annan; orgel, meira að segja óclýrt
orgel á miðri götu og komið kvöld í Reykja-
vík? — Svo þóttust þeir skilja manninn. „Heyrðu
vinur“, sagði einn þeirra. „Þú meinar víst brenni-
vín, er það ekki? — Nei, bóndinn í Styrkjakoti
meinti ekki brennivín. Bóndinn í Styrkjakoti
meinti orgel.
Piltarnir ræddu við manninn langa hríð,
því þeir vildu svo gjarnan veita honum ein-
liverja úrlausn. En þar sem það varð æ betur
ljóst að verzlunaráhugi hans var ekki á því sviði
að honum yrði fulnægt með þeim varningi sem
piltarnir vissu einan til sölu á þessum tíma
sólarhrings, þeim auk þess ókunnugt um ann-
að orgel en dómkirkjuorgelið, sem varla mundi
einu sinni falt að degi til, sízt af öllu við sann-
gjörnu verði, þá kom þar um síðir að þeir gáf-
ust upp og tjáðu sig því miður ekki vera réttu
mennina til að leysa málið.
Bóndinn í Styrkjakoti kvaddi ]jiltana og hélt
áfram eftir götunni. Lengi gekk hann og marga
vegfarendur stöðvaði hann, en enginn þeirra
kunni lausn á vandamáli hans. Surnir urðu
jafnvel undarlegir frammi fyrir spurningum
þessa skilyrðislausa orgelkaupancla og flýttu sér
burt. Seinast þóttist hann þess fullviss að hér
um slóðir mundu menn vera búnir að afneita
gyðju söngsins og sennilega hefðu þeir, gripn-
HÁÐFUGLIN.K
7