Alþjóðleg skákhátíð í Reykjavík 2008 - 03.03.2008, Blaðsíða 2
ALÞJÓÐLEG SKÁKHÁTÍÐ f REYKJAVÍK 2008
TILEINKUÐ MINNINGU BOBBYS FISCHER
9. MARS 1943 - 17. JANÚAR 2008
XXIII. REYKJAVIK OPEN
SKÁKHÖLLINNI í FAXAFENI OG RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR • 3.-11. MARS
2008
Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið var fyrst haldið árið 1964 og í gegnum tíðina hafa margir af bestu
skákmeisturum heims lagt nafn sitt við mótið. Reykjavíkurskákmótin byggja því á glæsilegri hefð. Skærum
upprennandi skákstjörnum víða að úr heiminum er nú boðið á Reykjavíkurskákmótið 2008 með sérstakri
áherslu á undrabörn sem meðal annars hafa tekið skákstíl Fischers sér til fyrirmyndar.
BORIS SPASSKY REMEMBERS BOBBY FISCHER
PJÓÐMENNINGARHÚSINU • 9. MARS 2008 KL. 14.00
Bobby heitinn Fischer hefði orðið 65 ára gamall þann 9. mars nk. Af því tilefni mun Boris Spassky, fyrr-
verandi heimsmeistari í skák, keppinautur og vinur Fischers, halda erindi og sýna skákir frá ferlinum.
Aðrir erlendir samferðarmenn Fischers - WiIIiam Lombardy, Pal Benko, Lajos Portisch, Vlastimil Hort
og Friðrik Ólafsson - munu og taka þátt í hátíðarhöldunum. Minjar frá einvíginu 1972 verða til sýnis og
efnt verður til sérstaks söfnunarátaks á skákminjum meðal landsmanna til uppbyggingar á Skákminjasafni
Islands.
REYKJAVIK FISCHER MEMORIAL
RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR • 10. MARS 2008 KL. 1 7.00
Samferðarmenn Fischers, stórmeistararnir Lajos Portisch, Vlastimil Hort, Pal Benko og Friðrik Ólafsson
tefla í sérstöku móti til minningar um Fischer.
REYKJAVIK BLITZ
RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR • 12. MARS 2008 KL. 16.00
Hraðskákmót með stjörnunum þar sem fjörið og æsingurinn tekur völdin!
Helstu styrktaraðilar hátíðarinnar eru Glitnir og Reykjavíkurborg. Skáksamband íslands þakkar stuðningir
Útgefandi: Skáksamband ísland. Ritnefnd: Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Steinunn Blöndal og Helgi Ólafsson. Útlit:
GV. Umsjón með auglýsingum: Markaðsmenn. Prentvinnsla: Gutenberg.
Forsíðumynd: UrTímaritinu Skdk, 1972, Hátíðarútgáfa. A myndinni er Bobby Fischer að Jaýna heimsmeistaratign ískák.
2 I SKÁKHÁTÍÐ 2008