Alþjóðleg skákhátíð í Reykjavík 2008 - 03.03.2008, Blaðsíða 8
„Fischer var þjóðhetja.
Vinsældir hans nálguðust hyllli Muhammad Ali."
Þannig kemst Gary Kasparov að orði þegar hann rifjar upp kynni
sín af Bobby Fischer. Ftér rekur Helgi Olafsson skákmeistari feril
meistarans í fáum orðum, og samtíðarmenn minnast hans.
Bobby Fischer, maðurinn sem ýmsir telja mesta skáksnilling
allra tíma og ein af hetjum Bandaríkjanna á dögum Kalda
stríðsins lést bann 17. janúar sl. í Reykjavík. Hann hafði þá
búið hérlendis sem íslenskur ríkisborgari frá því í mars árið
2005.
Skákferill Fischers er jafn glæsilegur og hann er viðburða-
ríkur. Uppvaxtarsaga hans kallar nánast á sérstaka
rannsókn. Þetta er merkileg saga frá tímum Kalda stríðsins
og hún tengist Islandi órjúfanlegum böndum vegna „Einvígis
aldarinnar" sumarið 1972.
Bandaríkjameistari 14 ára
— yngsti stórmeistrari skáksögunnar
Sagan segir að Joan systir Bobby Fischer hafi gefið honum
tafl í afmælisgjöf þegar hann varð sex ára. Nokkru síðar
var hann farinn að tefla í skákklúbbum í New York. Hann
vann sér sæti á bandaríska meistaramótinu og um áramótin
1957/58 gerði hann sér lítið fyrir og varð Bandaríkjameistari
aðeins 14 ára gamall. A millisvæðamótinu í Portoroz 1958
„Eg var níu ára gamall þegar „einvígi aldarinnar" átti
sér stað. Ég var þá þegar orðinn sterkur skákmaður og
fylgdist af áfergju með einvíginu. Fischer, sem hafði
þá þegar sigrað tvo Sovéska stórmeistara á leið sinni í
einvígið, átti líka aðdáendur í Sovétríkjunum. Við virturn
hann fyrir skákirnar, að sjálfsögðu, en það voru líka
sumir sem raunverulega hrifust af persónuleika hans og
sjálfstæði. Heimurinn lá að fótum hans eftir glæsilegan
sigur í Reykjavík og skákin var í blórna. Fyrir hans
tilstylli að mestu. Fischer var þjóðhetja og vinsældir hans
nálguðust hyllli Muhammad Ali. Með Bobby í brúnni
var skákin í mikilli sókn og nálgaðist vinsældir golfs og
tennis. Ég hef oft verið spurður að því hvort ég hafi hitt
eða teflt skák við Bobby Fisher. Ég fékk því miður aldrei
tækifæri til þess. En þrátt fyrir að hann hafi litið á mig
sem hluta af skákmafíunni sem hafi rænt hann og svikið,
þá er ég leiður og hryggur yfir því að hafa aldrei getað
þakkað honum í eigin persónu fyrir framlag hans til
skákíþróttarinnar."
Gary Kasparov, fyrrverandi heimsmeistari í skák
varð hann jafn Friðrik
Olafssyni í 5. - 6. sæti
og var þá útnefndur
stórmeistari í skák aðeins
15 ára gamall, sá langyngsti
í skáksögunni á þeim tíma.
Stórir fiskar éta litla fiska
Fyrir fyrsta einvígið í Áskorendakeppninni 1971 sem var
gegn Mark Taimanov átti júgóslavneskur blaðamaður viðtal
við Fischer. Fleyg urðu þessi orð hans: „Ég er í fiskamerkinu.
Ég er stór fiskur. Stórir fiskar éta litla fiska. Þess vegna mun
ég éta Taimanov og síðan alla Rússana."
Eftir fremur auðvelda skáksigra við helstu andstæðinga
sína sem áskorandi
heimsmeistarans var það
staðreynd að bandarískur
þegn,semalmenningurvissi
Iítið um, var u.þ..b. að ná
mikilvægasta áróðurstákni
Sovétrikjanna, heims-
meistaratitlinum í skák.
Upphaflega stóð til að
skákeinvíginu yrði skipt á milli Belgrad og Reykjavíkur en
vegna óvissunnar um fyrirætlanir Fischers drógu Júgóslavar
sig út úr myndinni. „Einvígi aldarinnar" fór því fram í
Reykjavík við óskipta athygli með aðalleikurunum tveimur
Fischer og Spasskí. Margir hafa haft á orði að það sé
kaldhæðnislegt að þeir tveir fulltrúar risaveldanna í einum
sérkennilegasta sjónleik Kalda stríðsins skyldu báðir hafa
hrakist frá heimalandi sínu.
Meira en 140 bækur hafa
verið skrifaðar um „einvígi
aldarinnar"
Einvígið hefur fyrir löngu verið
sett á stall sem einn af merkustu
íþrótta- eða menningarvið-
burðum síðustu aldar og um
„Eg kann að meta hvernig hann tefldi.
Kannski er það vegna þess að það
líkist því hvernig ég tefli sjálfur."
Ray Robson, 13 ára,
teflir á Reykjavíkurmótinu
8 I SKÁKHÁTÍÐ 2008