Alþjóðleg skákhátíð í Reykjavík 2008 - 03.03.2008, Blaðsíða 13

Alþjóðleg skákhátíð í Reykjavík 2008 - 03.03.2008, Blaðsíða 13
Hannes Pétursson, skáld: Frjáls hugsun bundin ytri skorðum Frímerki, sem gefið er út af tilefni „einvígi aldarinnar", sýnir oss heims- álfurnar allar í einum fleti sem felldur er inn í mynd af skákborði ... Skákborðin eru raunverulega tvö. Annað þeirra er heimurinn sjálfur, lönd jarðarinnar og höf, hitt er sextíu og fjórir reitir, hvítir og svartir á víxl. Kringum fyrra skákborðið sitja margir menn og ólíkir að tafli, þótt þeir sjáist ekki, og fylkingarnar sem þeir leika fram eru fleiri en tvær. ...Við hitt borðið sitja tveir menn andspænis hvor öðrum og koma engu við öðru en hugsun sinni, andlegum eigindum sfnum. Þeir tala ekki, heldur hugsa, og tíminn virðist hvergi líða annars staðar en í klukkunum við hlið þeirra. Tveir hugsandi menn í fyllsta skilningi. Og fastsettur fjöldi skákreitanna og reglufesta manngangsins hleður hugsun þeirra orku. En þrátt fyrir strangar skorður leiksins á hún sér ótöluleg tækifæri innan hans - frjáls hugsun bundin ytri skorðum. Tvö skákborð, Tímarilið Skák, 5.tbl,i972 Thor Vilhjálmsson, rithöfundur: List eða íþrótt Þeir sitja enn, báðir ljósi baðaðir á háa pallinum svo ég fæ léðan sjónauka. Þarna sitja þeir og reyna að mala hvor annan. 1 hugann kemur mynd af tveim öðrum mönnum sem dönsuðu bróðurlega á tunglinu og virtust þurfa að beita átaki til þess að ná aftur niður á jörðina undir fótum sér, mánagrund. Er nokkuð dularfullt á sveimi í þessum skákvirkjuðu hugum. List eða i'f>rótt, Tímaritið Skák, 22.tbl. i912 Matthías Johannessen, skáld og ritstjóri: S Eg tefli ekki Margir hafa spurt mig undanfarana daga, hvort ég tefli. Stundum :fer ég á hljóm- leika, en enginn hefur enn spurt mig, hvort ég spili á fiðlu. Það er hægt að hafa unun af að hlusta á Menhuin og Ashke- nazy, þótt maður leiki hvorki á fiðlu né píanó. Ásama hátthef égunun af að fylgj- ast rneð tafli Spasskí og Fischers. Maður getur haft unun af tónlist, þótt maður sé hvorki Menuhin né Ashkenazy, og ekki síður af tafli, þótt maður sé hvorki Spasskí né Fischer. En að hlusta á skussa leika á hljóðfæri er tímaeyðsla. Sama gildir um skák, að mínu viti. A þeim fors- endum get ég svarað spurningunni: Ég tefli ekki. Kann þó mannganginn ef það skiptir einhverju máli. Manngancjurinn, Tímaritið Skák, ii. tbl ,i972 Svava Jakobsdóttir, rithöfundur: Tafl ásanna Vissulega mun tafl ásanna í hinu forna kvæði hafa verið eitthvað frá- brugðið því tafli, sem þeir sitja yfir nú, Spasskí og Fischer, og leikreglur aðrar, en hin skáldlega mynd Völuspár lætur svo smásmugulegan Iærdóm lönd og leið. Hún sér um það, að taflið brennir sig inn í vitund hvers Islendings sem tákn friðar og alls Tefldll í túfli þess, er mannshugurinn veit æðst. . ... teitir varu, Gullnar töjlur, Tímaritið Skák, S.tbl, i972 V3r þeÍíTi VettergÍS vant ór gulli Ur Völuspá Jóhann Hjálmarsson, skáld: Gegn kaldrifjuðum hugmyndasmiðum nútímans Þótt þeir Spasskí og Fischer séu fulltrúar tveggja andstæðra afla í augum hinna kald- rifjuðu hugmyndasmiða nútímans, held ég að flestir Islendingar að minnsta kosti li'ti aðeins á þá sem tvo menn í bróðurlegum leik. Þeir eru okkur of nálægir til þess að við förurn að íntynda okkur að þeir séu eitthvað annað en mannlegar veair. I slyni/im höndum, Tímaritið Skák i8. tbl, 4 972 SKÁKHÁTTÐ 2008 I 13

x

Alþjóðleg skákhátíð í Reykjavík 2008

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþjóðleg skákhátíð í Reykjavík 2008
https://timarit.is/publication/2057

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.