Alþjóðleg skákhátíð í Reykjavík 2008 - 03.03.2008, Blaðsíða 17
Wang Yue
Antoaneta Stefanova
Hannes Hlífar Stefánsson
Fabiano Caruana
Búdapest í Ungverjalandi. Þar er skákhefðin sterk og
um auðugan garð að gresja hvað varðar sterk skákmót.
Garry Kasparov hefur m.a. sagt Caruana vera eitt
mesta efni heims um þessar mundir og hefur mikið
álit á hæfileikum hans. Einhvern tímann hefðu 15 ár
þótt ungur aldur á Reykjavíkurskákmóti, en Caruana
er þó mun hærri í loftinu en 11 ára undradrengurinn
lllya Nyzhnik frá Úkraínu (2405 Eló) og hinn 1 3 ára
Ray Robson (2389 Eló) frá Bandaríkjunum. Það er
vel við hæfi að fá tvo hæfileikapilta með uppruna í
Bandaríkjunum — Caruana og Robson — þar eð mótið
í ár er haldið í minningu almesta skáksnillings Banda-
ríkjanna og heimsbyggðarinnar allrar, Bobbys Fischer.
Sá var einmitt 15 ára þegar hann varð stórmeistari í
skák og sló þá heimsmet.
Líkt og síðustu ár skartar mótið miklum hæfileika-
konum. Fyrrverandi heimsmeistari kvenna, Antoaneta
Stefanova frá Búlgarfu (2464 Eló) er mætt til leiks,
sem og m.a. hinar sterku skákkonur Inna Gaponenko
frá Úkraínu (2422 Eló), Tania Sachdev frá Indlandi
(2421 Eló) og Elizabeth Paehtz frá Þýskalandi (2420
Eló), svo nokkrar séu nefndar. Það er afar mikilvægt
íslenskri kvennaskák, sem
og skákheiminum öllum, að
konur séu boðnar sérstaklega
til leiks á sterk opin alþjóðleg
skákmót. Alþjóðlega Reykja-
víkurskákmótið á að hafa
forystu í þessum efnum.
Árið 2006 tefldi skákmeistari
frá Afríku í fyrsta sinn á
Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótinu. Nú mætir til Ieiks
alþjóðlegur meistari frá Zambíu, Amon Simutowe (2457
Eló), en hann stefnir að því að verða fyrsti stórmeistari
sunnan Sahara. Þá er ánægjulegt að fá til okkar fulltrúa
írans, hinn unga stórmeistara Elshan Moradiabadi (2506
Eló).
Það væri of langt mál að telja upp alla þá keppendur
sem vekja eftirtekt á mótinu, en það er einkar ánægju-
legt að bjóða aftur velkomna skákmeistara sem eru að
verða góðvinir mótanna, s.s. hinn egypska Ahmed Adly
(2551 Eló) og hinn franska Igor Nataf (2552 Eló), en þeir
voru báðir meðal sigurvegara á Reykjavíkurskákmótinu
2006.
Nafn íslands verður varið af valinkunnum skák-
meisturum, en þar fer fremstur í flokki Islandsmeistarinn
Hannes Hlífar Stefánsson stórmeistari (2564 Eló)
og hinn danskættaði Islendingur Henrik Danielsen
stórmeistari (2506 Eló). Alþjóðlegu meistararnir Stefán
Kristjánsson (2476 Eló), Jón Viktor Gunnarsson (2429
Eló) og Bragi Þorfinnsson (2406 Eló) eru allir með sem
og fjöldi ungra og efnilegra íslenskra skákunnenda sem
án efa eiga eftir að koma á óvart. Þá verður að minnast
á Fide-meistarann Björn Þorfinnsson (2364 Eló), einn af
aðal skipuleggjendum mótsins, en margir vonast til að
hann og fleiri nái alþjóðlegum áfanga á mótinu.
Nú er að sjá hverjir sigra í ár. Það er í það minnsta ljóst að
keppnin verður hörð og ströng fyrir alla þá sem ætla sér á
toppinn t mótinu í ár. Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið
2008 er fjölbreytt, metnaðarfullt og spennandi — eins og
hefðin segir til um. Góða skemmtun!
Ray Robson Elizabeth Paehtz Tania Sachdev
SKÁKHÁTÍÐ 2008 I 17