Alþjóðleg skákhátíð í Reykjavík 2008 - 03.03.2008, Page 19
Samferðarmenn
minnast Fischers
Samferðarmenn Fischers, stórmeistararnir Bo-
ris Spasskí, Lajos Portisch, Vlastimil Hort, Pal
Benkö og William Lombardy koma hingað til
lands til að minnast Bobbys Fischer. Allir eiga
þessir skákmenn það sameiginlegt að hafa an-
nars vegar tengst Fischer og hins vegar Is-
landi með einum eða öðrum hætti. Það er því
Skáksambandi íslands sérstakt ánægjuefni að
geta komið þessum kempum saman í Reykjavík
ásamt Friðriki Ólafssyni á afmælisdegi Fisch-
ers þann 9. mars. Dagana 10. og 1 1. mars tefla
þeir Benkö, Hort, Portisch og Friðrik Atskák-
mót í Ráðhúsi Reykjavíkur til heiðurs Fischer,
og enda með því að taka laufléttar 5 mínútna
Fischer Random - Fischer Slembiskákir. Hel-
gi Olafsson stórmeistari hefur tekið saman
nokkra fróðleiksmola um kappana og valið eina
af kappskákum þeirra við Fischer.
William James Lombardy (fæddur4. desember 1937)
William James Lombardy tengist skáksögu fslendinga
með margvíslegum hætti. Hann kom fyrst hingað til
landsins á stúdentamótinu í Reykjavík 1957 en það
ár varð hann heimsmeistari unglinga með ótrúlegum
yfirburðum, vann allar ellefu skákir sínar. Um áramótin
1957 - 58 tefldi hann á meistaramóti Bandaríkjanna sem
Bobby Fischer vann 14áragamall.
Áður en Lombardy tók vígslu sem kaþólskur prestur tefldi
hann talsvert á alþjóða vettvangi og eitt eftirtektarverðasta
afrek hans var að leiða lið Bandaríkjanna til sigurs á
heimsmeistaramóti stúdenta sem haldið var í Leningrad
árið 1960. Lar lagði hann Boris Spasskí á 1. borði.
Bobby Fischer bað Lombardy að verða aðstoðarmaður
sinn í "einvígi aldarinnar" í Reykjavík 1972. Lombardy
kom mönnum fyrir sjónir sem kankvís náungi og naut
hann almennrar hylli hér á landi. Lombardy tefldi fjórar
kappskákir gegn Fischer á árunum 1957 - 67, og gerði
eitt jafntefli en tapaði þrisvar.
I ársbyrjun 2005 ritaði Lombardy grein í Morgunblaðið
og hvatti íslensk stjórnvöld til dáða í baráttunni fyrir
frelsun Fischers úr fangelsi. Hann þakkaði einnig þeim
Islendingum sem lagt höfðu þeirri baráttu lið.
Lombardy,William James - Fischer.Robert James
[E60]
USA-ch New York (10), 1957
1 ,d4 Nf6 2.c4 g6 3.Nf3 Bg7 4.g3 0-0 5.Bg2 d6 6.0-0 Nc6 7.d5
Na5 8.Nfd2 c5 9.a3 b6 10.b4 Nb7 11.Bb2 a5 12.b5 e5 13.dxe6
fxe6 14.e4 e5 15.Nc3 Rb8 16.Nd5 Be6 17.a4 Nd7 18.Ra3 Bh6
19.f4 exf4 20.Nxf4 Bf7 21 .Nd5 Bxd5 22.cxd5 Rxf1 + 23.Bxf1 Bg7
24,Bxg7 Kxg7 25.Nc4 Ne5 26.Nxe5 dxe5 27.Qg4 Qe7 28.Rd3
Nd6 29.Qe6 Re8 30.Bh3 Qc7 31.Qd7+ Qxd7 32.Bxd7 Rd8
33.Bc6 Nxe4 34.Re3 Nd2 35.Re2 Nc4 36.Re4 Nb2 37.Kf2 Nd1 +
38.Ke1 Nc3 39.Rxe5 Nxa4 40.Re7+ Kh6 41.Kd2
a b c d e f
a
41...C4 42.Re4 Nc5 43.Re7 Na4 44.h4 Rf8 45.d6 c3+ 46.Kc2
Rf2+ 47.Kb3 Rb2+ 48.Kxa4 c2 49.Re1 Rb4+ 50.Ka3 Rb1
51 .Be4 Rxe1 52.Bxc2 Re6 53.d7 Rd6 0-1