Alþjóðleg skákhátíð í Reykjavík 2008 - 03.03.2008, Blaðsíða 20

Alþjóðleg skákhátíð í Reykjavík 2008 - 03.03.2008, Blaðsíða 20
Pal Benkö (fæddur 14. júlí 1928) Pal Benkö kom fyrst til íslands þegar hann tefldi fyrir Ungverja á hinu merka heimsmeistaramóti stúdenta í Reykjavík 1957. Hann yfirgaf föðurland sitt eftir það mót og hélt til Bandaríkjanna. Þar var hann afar sigursæll ekki síst á opnum mótum. Benkö varð í 3. — 4. sæti á millisvæðamótinu í Portoroz 1958 og komst þar með í áskorendakeppnina í Júgóslavíu. Hann ávann sér einnig þátttökurétt í áskorenda- mótinu í Curacao 1962 og lagði þar Tal og Fischer með því að leika g3 í fyrsta leik. Benkö-gambíturinn sem kemur upp úr drottningarpeðsbyrjun er eitt vinsælasta afbrigði skákfræðanna. Benkö hefur samið ógrynni af skákdæmum um dagana og er þekktur fyrir dæmi sem hafa ákveðna lögun, mynda t.d. nafn borga. Á árunum 1958 til 1966 tefldi Pal Benkö 19 sinnum við Bobby Fischer, oftar en nokkur annar skákmaður að þeim Spasskí, Petrosjan og Reshevsky undanskildum. Hann tapaði níu sinnum, vann þrisvar og gerði sjö jafntefli. Friðrik Ölafsson (fæddur 26. janúar 1935) Þótt ekki sé hægt að gera skákferli Friðriks Olafssonar skil í stuttu máli er vert að hafa í huga að hann var sam- ferða þremur verðandi heimsmeisturum, Mikhail Tal Tigran Petrosjan og Bobby Fischer á millisvæðamótinu í Portoroz 1958 og millisvæðamótinu í Stokk- hólmi 1962. Þótt Tal hafi unnið mótið í Pororoz og endað 1 Vi vinningi fyrir ofan Friðrik og Fischer, sem deildu fimmta sætinu, þá er það skoðun margra að Friðrik hafi teflt með meiri glæsibrag í þessu móti en nokkur annar. Aðeins klaufaskapur í skákunum gegn þeim, sem hinn ungi Bobby Fischer hafði kallað "patzers" fyrir mótið, kom í veg fyrir að Friðrik yrði efstur. Friðrik gekk vel í fyrstu gegn Bobby Fischer og Tigran Petrosjan og átti raunar kolunnið tafl gegn Tal í Portoroz. Upp frá því fór róðurinn að þyngjast. Friðrik tefldi á öllum merkustu stórmótum þess tíma eftir Portoroz- mótið: Zurich 1959, í áskorendamótinu sem fór fram á þrem stöðum í Júgóslavíu: Bled, Zagreb og Belgrad, Buenos Aires 1960, Mar del Plata 1960, Bled 1961 og Stokkhólmi 1962. Á þessum árum tefldi Friðrik margoft við Fischer, en sfðasta viðureign þeirra fór fram á Olympíumótinu í Havana 1966. Alls mættust þeir tólf sinnum, Fischer vann átta skákir, Friðrik tvisvar og tveimur skákum lauk með jafntefli. Fischer,Robert James - Benko,Pal C [C95] USA-ch New York (4), 1965 1 ,e4 e5 2.NÍ3 Nc6 3.Bb5 a6 4.Ba4 Nf6 5.0-0 Be7 6.Re1 b5 7.Bb3 d6 8.c3 0-0 9.h3 Nb8 10.d4 Nbd7 11 .Nh4 Nb6 12.Nd2 c5 13.dxc5 dxc5 14.NÍ5 Bxf5 15.exf5 Qc7 16.g4 h6 17.h4 c4 18.Bc2 Nh7 19.Nf3 f6 20.Nd2 Rad8 21.Qf3 h5 22.gxh5 Nd5 23.Ne4 Nf4 24.Bxf4 exf4 25.Kh1 Kh8 26.Rg1 Rf7 27.Rg6 Bd6 28.Rag1 Bf8 29.h6 Qe5 30.Qg4 Rdd7 31 ,f3 Bc5 32.Nxc5 Qxc5 33.Rxg7 Rxg7 34.hxg7+ Kg8 35.Qg6 Rd8 36.Be4 Qc8 Fischer,Robert James - Olafsson,Fridrik [B35] Bled Bled (4), 08.09.1961 1.e4 c5 2.NÍ3 g6 3.d4 cxd4 4,Nxd4 Bg7 5.Nc3 Nc6 6.Be3 Nf6 7.Bc4 Qa5 8.0-0 d6 9.Nb3 Qc7 10.Be2 0-0 11.f4 a5 12.a4 Nb4 13.RÍ2 e5 14.BÍ3 Bd7 15.Rd2 Rfd8 16.Kh1 Bc6 17.Qg1 Nd7 18.f5 b6 19.Rad1 Nc5 20.Nb5 Qe7 21,Nxd6 Nxc2 22.Nxc5 Nxe3 23.Qxe3 bxc5 24.Be2 Bxa4 25.b3 Be8 26.Bc4 a4 27.Bd5 Rxd6 28.Bxa8 Rd4 29.fxg6 hxg6 30.bxa4 Bxa4 31 .Ra1 Qf8 32.Bd5 Bh6 33.Rxd4 Bxe3 34.Rdxa4 Qh6 35.Rf1 Bf4 36.g3 Qh3 a b c d e f g h 8 7 6 5 4 3 2 1 37.Qe8+ 1-0 37.Raa1 Bxg3 38.Ra8+ 1-0

x

Alþjóðleg skákhátíð í Reykjavík 2008

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþjóðleg skákhátíð í Reykjavík 2008
https://timarit.is/publication/2057

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.