Alþjóðleg skákhátíð í Reykjavík 2008 - 03.03.2008, Blaðsíða 9

Alþjóðleg skákhátíð í Reykjavík 2008 - 03.03.2008, Blaðsíða 9
það hafa verið skrifaðar amk um 140 bækur. Umfjöllunin var með ólíkindum. Fréttir frá einvíginu voru á forsíðum allra stórbiaða heims, myndir af Spasskí og Fischer prýddu forsíður allra helstu tímarita sem þá komu út, eins og Time, Newsweek, Life, Der Spiegel svo nokkur sé nefnd. I Bandaríkjunum margfaldaðist meðlimafjöldi í bandaríska skáksambandinu. Kennslubókin „Bobby Fischer teaches chess," sem Fischer samdi með nokkrum kennslufræðingum rann út og mun vera mest selda skákbók allra tíma. I hverju lá styrkur Fischers? Yfirburðir Fischers á skáksviðinu frá 1966 til 1972 voru ótrúlegir. Hann vann öll mót sem hann tók þátt í með fáheyrðum yfirburðum. Styrkur hans lá ekki síst í geysilegum baráttuvilja, og frábærri undirbúningsvinnu. Hann samdi aldrei jafntefli fyrr en eftir geysilega baráttu. Sigurskákir hans voru margar hverjar snilldarlega tefldar. „Fischer teflir eins og Mozart," sagði Miguel Najdorf þegar hann kom til Reykjavíkur 1972. Fischer komst ungur í kynni við skákkennarann Jack Collins og var tíður gestur á heimili hans. Collins átti vandað skákbókasafn og Fischer svalg upp ókjör af fróðleik um gömlu meistarana,- dáðist einkum af landa sínum Paul Charles Morphy sem sumir vilja kalla fyrsta heimsmeistarann í skák. Titilvörn sem aldrei varð Bobby Fischer átti samkvæmt reglum FIDE að verja heimsmeistaratitilinn í einvíginu 1975. Haustið 1974 sigraði Anatoly Karpov Viktor Kortsnoj í löngu og ströngu einvígi í Moskvu og hafði þar með unnið sér rétt til að skora á Fischer. Filippseyingar, studdir af Marcos forseta, buðu verðlaun sem námu 5 milljónum bandaríkjadala. Slíkar upphæðir höfðu aðeins heyrst í samhengi við hnefaleikakeppnir Muhamed Ali. Því miður náðist ekki sátt um formsatriði í kringum einvígi þeirra Fischers og Karpovs og lyktir urðu þær að Fischer afsalaði sér titlinum og hvarf sjónum manna. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að fá þá Fischer og Karpov á nýjan leik að skákborðinu og hafa skákunnendur um allan heim löngum harmað þau málalok. Fischer gegn Spasskí í Sveti Stefan 1 992 Eftir langa „útlegð" komst Fischer aftur í sviðsljósið árið 1992 og tilkynnti um endurkomu sína í skákheiminn. Á frægumblaðamannafundi fyrir einvígið hrækti Fischer á bréf sem honum hafði borist þar sem hann var varaður við að tefla gegn Spasskr vegna viðskiptabanns Bandaríkjanna í Júgóslavíu. Sú viðvörun varð þeim þó ekki hindrun. Þann 1. september 1992 settust þeir að tafli Fischer og Spasskí. Verðlaunafé nam 5 milljónum bandaríkjadala. Líkt og Reykjavík 20 árum áður fylgdist heimspressan með í ofvæni: „Endurkoma Bobby Fischer á skáksviðið er sú magnaðasta síðan Napóleon ýtti einmöstrungi sínum úr vör frá eyjunni Elbu árið 1815," skrifaði dálkahöfundur Time magazine, Charles Krauthammer, við upphaf seinna einvígis Fischer og Spasskí íTime í september 1992." Handtökuskipun gefin út í öllum fylkjum Bandaríkjanna Stuttu eftir þetta einvígi var gefin út handtökuskipun á hendur Fischer í öllum fylkjum Bandaríkjanna. Frá þeim degi má segja að hann hafi verið á flótta undan bandarískum yfirvöldum. Hann dvaldi lengst af í Ungverjalandi, á Filippseyjum og í Japan. Við handtökuskipun japanskra stjórnvalda á Bobby Fischer sumarið 2004 brást Skáksamband Islands umsvifalaust við og skoraði á forseta Bandaríkjanna að náða Fischer og hvatti um leið íslensk stjórnvöld til að taka forystu í málinu. RJF- hópurinn var stofnaður um haustið en þar voru í broddy fylkingar Guðmundur G. Þórarinsson, Einar S. Einarsson, Helgi Olafsson, Magnús Skúlason, Sæmundur Pálsson, Garðar Sverrisson, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Ingvar Ásmundsson og Hrafn Jökulsson. I kjölfarið fór fram löng barátta fyrir því að fá Fischer lausan. Fyrir tilstilli Davíðs Oddssonar þáverandi utanríksiráðherra veittu íslensk stjórnvöld Fischer landvistarleyfi hérlendis undir lok árs 2004. I ársbyrjun 2005, í kjölfar þess að japönsk yfirvöld „Sama ár og Bobby varð heimsmeistari, fann ég skákborð, þá var ég þriggja ára. Nokkrum árum síðar leiddum við systur, ég, Judit og Sofia, ungverska kvennaliðið til sigurs á Ólympíuleikunum. I dag er Judit í hópi 20 bestu skákmanna heims. Þegar hún varð stórmeistari 15 ára bætti hún aldursmet Bobby sem yngsti stórmeistari sögunnar. „Þær eru eins og byrjendur" hafði Bobby sagt um skákkonur, „þær tapa öllum leikjum við skákmenn. Það er er ekki ein einasta skákkona í heiminum sem ég myndi ekki vinna, þótt ég gæfi riddara í forgjöf." Eftir að Fischer var gerður útlægur árið 1992 kom hann tii Ungverjalands og við unglingssystur fengum tækifæri til að kynnast goðsögninni persónulega. Þessi vinalegi húmorsríki maður, sem hafði mikinn áhuga á íþróttum og kunni að meta góðan mat, kom okkur systrum skemmtilega á óvart." Susan Polgar, stórmeistari í skák og skákkennari „Upp í huga minn kemur mynd þar sem við sátum í íbúð Benkö á Lower East side. Þetta var fallegur sumardagur og Fisher var að gæða sér á Hersheys súkkulaði sem Benkö hafði gefið honum. Þar sem hann sat og horfði út um gluggann velti hann því fyrir sér hvort hann ætti að verða heimsmeistari í skák. Fischer talaði mikið um skák og hann eyddi örugglega 12-14 klukkutímum á dag á bókasafninu í að stúdera skákir gömlu meistarana allt frá 1850. En Fischer hafði líka áhuga á að öðru. Hann hafði t.d.yndi af teiknimyndabókum og safnaði þeim, hann átti t.d. fyrstu útgáfuna af Súperman." Joseph Virovatz, 85 ára eðlisfræðingur á Manhattan. i |t v<i F'.’l f +* SKÁKHÁTÍÐ 2008 I 9

x

Alþjóðleg skákhátíð í Reykjavík 2008

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþjóðleg skákhátíð í Reykjavík 2008
https://timarit.is/publication/2057

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.