Alþjóðleg skákhátíð í Reykjavík 2008 - 03.03.2008, Page 11
Mér líkaði strax vel við pilt
✓
- Friðrik Olafsson stórmeistari segir frá fyrstu kynnum þeirra Fischers
8 ii
Fischer Talks Chess
This was the title ol a column, which appeared in the
American Chess Magazine "Chess Life" in the early sixties,
in which Bobby Fischer analysed his games and expressed
his thoughts about tHe chess world in general. There
never existed any doubt in Bobby's rnind - frorn young
age - that he would one day conquer the chess world
- although it probably took him somewhat longer time
than he had anticipated. His unwavering determination
and will-power, not to mention his unusual abilities and
deep understanding of the game, finally carried him
through to the ultimate goal.
The first time I met Bobby Fischer was in Yugoslavia in
1958 when we were both on our way to participate in the
Interzonal tournament in Portoroz in Slovenia — then part
of Yugoslavia. We were staying at the same hotel. Bobby
was only 15 years old at the time and this must have been
his first trip to a country outside the United States. Our
first meeting is vivid in my mind as if it had been yesterday.
I remember that I took an instant liking to him. Fde had a
friendly, winning smile and naturally boyish manners that
radiated sincerity and outspokenness. A few conversations
whith him left one absolutely in no doubt that he
belonged to the chess world - or rather that the chess world
belonged to him - he knew exactly where he was heading.
He arrived at his destination exactly 14 years later.
When I look back and recall these fleeting
moments of our conversations in 1958, just a few
days before the Interzonal tournament in Porto-
roz started, they always remind me of Bobby's
comments in "Fischer Talks Chess" which appeared in
"Chess Life" in October 1963 — they never fail to bring
forth a warm smile. He had in the meantime become a
mature chessplayer but his remarks bore the same hallmark
as before, youthful and straight to the point.
„Fischer talar um skák"
Þetta var heiti á skákdálki, sem birtist reglulega í
bandaríska skáktímaritinu Chess Life, í upphafi sjöunda
áratugarins, þar sem Bobby Fischer skýrði skákir og gerði
grein fyrir viðhorfum sínum til málefna skákheimsins. Allt
frá unga aldri lék aldrei neinn vafi á þvf í huga Bobbys að
hann myndi einn góðan veðurdag leggja skákheiminn að
fótum sér, jafnvel þótt það hafi líklega tekið lengri tíma en
hann taldi í fyrstu. Óhagganleg staðfesta og sigurvilji, svo
að ekki sé minnst á afburða hæfileika og djúpan skilning
hans á lögmálum skákarinnar, skilaði honum að lokum hinu
langþráða takmarki.
Eg hitti Bobby Fischer í fyrsta skipti í Júgóslavíu 1958,
þegar við tókum báðir þátt í millisvæðamótinu í Portoroz í
Slóveníu (þá Júgóslavíu). Við bjuggum á sama hóteli. Bobby
var þá aðeins 15 ára gamall og líklega var þetta hans fyrsta
mót utan Bandaríkjanna. Fyrstu kynni okkar standa mér
ijóslifandi fyrir hugskotssjónum, eins og það hafi átt sér stað
í gær. Mér líkaði strax vel við pilt. I vinalegu brosi hans og
strákslegri framkomu endurspeglaðist hreinskiptin einlægni.
Og það varð deginum Ijósar eftir nokkrar samræður okkar
á milli að skákheimurinn átti hug og hjarta þessa unga pilts
— eða réttara sagt — skákheimurinn var hans. Hann vissi upp
á hár hvert hann ætlaði sér. Sú vegferð stóð í nákvæmlega
14 ár.
Þegar ég lít til baka og rifja upp þessi brot úr samræðum okkar
árið 1958, aðeins nokkrum dögum áður en millisvæðamótið
í Portoroz hófst, kemur mér alltaf í hug einn þessara
skákpistla Boþbys sem birtist í Chess Life í september 1963.
Þessi grein kallar ávallt fram hjá mér hlýju og bros. Bobby
var í millitíðinni orðinn fullþroska skákmeistari, en skrif hans
einkenndust enn af sömu hreinskilninni og hispursleysinu,
eins og ég minnist hans þessa síðsumarsdaga í Júgóslavíu.
SKÁKHÁTÍÐ 2008 I 11