Alþjóðleg skákhátíð í Reykjavík 2008 - 03.03.2008, Blaðsíða 15
Keppendur á Reykjavík Open
XXIII. Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið
Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið hefur í 44 ár skipað veglegan sess í
íslensku skáklífi jafnt sem á alþjóðlegum vettvangi.
í gegnum árin hefur íslensk skákhreyfing ætíð verið samstíga í því að
Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótið mætti ekki niður falla, svo mikils virði
væri mótið íslensku skáklífi.
XXIII. Alþjóðlega Reykja-
víkurskákmótið 2008 end-
urspeglar hina litskrúðugu
og merku sögu mótsins.
Skákmeistarar hvaðanæva
úr heiminum mæta til leiks
og tala saman á hinu tæra
tungumáli skáklistarinnar,
tungumáli sem er hafið
yfir allar erjur á milli ólíkra
trúarbragða, þjóðerna, kyn-
þátta, aldurs eða kynja. Hér
sitja við sama borð sem
jafningjar 86 ára íslendingur
og 1 1 ára Ukraínudrengur,
ísraeli og írani, konur sem ya yz ni
karlar.
I áranna rás hafa mótin
laðað til sín fjölbreytta skákflóru, alltfráheimsmeistur-
um á borð við Tal og Smyslov, niður í lítt harðnaða
unga skákmenn sem eru jafnvel að stíga sín fyrstu skref
á sterkum alþjóðlegum skákmótum. Hér hafa í gegnum
tíðina glæstir sigrar verið unnir af stórum sem smáum,
öldnum sem ungum. Á Reykjavíkurskákmótunum
hefur Davíð jafnan unnið Golíat og svo mun vonandi
verða raunin í ár— og a.m.k.
næstu 44 árin eða svo.
En það er ekki bara fjöl-
breytnin sem er í fyrirrúmi
á XXIII. Alþjóðlega Reykja-
víkurskákmótinu. Styrk-
leikinn og breiddin er það
einnig. Vandlega hefur
verið reynt að huga að því að
breidd í styrkleika einkenni
mótið, en mótinu hefur jú
frá upphafi verið ætlað að
gefa ungum íslenskum skák-
mönnum færi á að spreyta
sig við fjölbreyttan hóp
erlendra meistara.
Stigahæstir á mótinu í ár
eru firnasterkir Kínverjar, Wang Yue (2698 Eló) og
Wang Hao (2665 EIó). Yue er 25,stigahæsti skákmaður
heims og Hao er þriðji stigahæsti skákmaður heims 20
ára og yngri, á eftir þeim Magnusi Carlsen og Sergey
Karjakin. Það getur verið snúið mál að fá svo stigaháa
skákmeistara á opin skákmót þar sem minni spámenn
gera tíðum meisturum skráveifu og tína af þeim dýrmæt
eló-stig. Það er okkur því heiður að Kínverjarnir tveir
skulu hafa þekkst boð á
mótið, sem og fleiri sterkir
skákmeistarar.
Fulltrúar hins ört vaxandi
skákveldis Kína munu hins
vegar fá harða keppni. Augu
margra beinast að hinum
15 ára stórmeistara Fabiano
Caruana (2598 Eló) sem
bæði Bandaríkjamenn og
Italir fylgjast með af ákafa.
Caruana fæddist og ólst upp
í Bandaríkjunum en teflir nú
undir ítölsku flaggi og býr í
Wang Hao
Elshan Moradiabadi
Stefán Kristjánsson
SKÁKHÁTÍÐ 2008 I 15