Alþjóðleg skákhátíð í Reykjavík 2008 - 03.03.2008, Page 22

Alþjóðleg skákhátíð í Reykjavík 2008 - 03.03.2008, Page 22
Vlastimil Hort (fæddur 12. janúar 1944) Vlastimil Hort var sterkasti skákmaður Tékka um áratuga skeið. Hann kom fyrst til Islands árið 1977 og háði frægt einvfgi við Boris Spasskí í fyrstu hrinu áskorendakeppninnar en hafði tryggt sér þátttökurétt í áskorendakeppninni með frammistöðu sinni á millisvæðamótinu í Manila 1976. Einvígið við Spasskí var sögufrægt og eftirmálar þess fréttaefni víða um heim. Drengileg framkoma hans þegar Spasskí varð að leggjast inn á spítala vegna bráðrar botnlangabólgu vakti þjóðarathygli. Spasskí vann með minnsta mun er Hort féll á tíma í vinningsstöðu, í næst síðustu skák einvígisins. Eftir einvígið blés Skáksamband islands til maraþon fjölteflis í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi þar sem Tékkinn setti heimsmet og tefldi við yfir 530 manss. Hort kom aftur til íslands og tók þátt í Reykjavíkurmótinu 1978 og síðan í afmælismóti SI veturinn 1985. Hann tefldi fjórar skákir við Bobby Fischer á árunum 1968 - 1970, tapaði einni og gerði þrjú jafntefli. Þegar þeir mættust á Ólyumpíumótinu í Siegen og skák þeirra var að fara í bið eftir u.þ.b. 40 leiki ku hafa átt sér stað eftirfarandi orðaskipti: Hort:" Ég veit ekki hvor er með betra Bobby, en ég býð jafntefli." Fischer: " Ég veit það ekki heldur en ég er peði yfir." Eftir 60 leiki sættust þeir á skiptan hlut. Hort,Vlastimil - Fischer,Robert James [B50] Palma de Mallorca Interzonal Palma de Mallorca (5), 14.11.1970 1.e4 c5 2.Nc3 d6 3.NÍ3 a6 4.g3 Nc6 5.Bg2 Bg4 6.h3 Bxf3 7.Bxf3 g6 8.d3 Bg7 9.a4e6 10.Bg2 Nge7 11.0-0 0-0 12.Be3 Qa5 13.Bd2 Qc7 14.Qb1 Nd4 15.a5 Nec6 16.Nd1 c4 17.dxc4 Ne5 18.Be3 Nxc4 19.Ra4 Rac8 20.Bxd4 Bxd4 21 .Qa2 Bf6 22.c3 Bd8 23.b4 Bf6 24.Re1 Rfd8 25.Qe2 Kg7 26.Ra2 h5 27.h4 Qd7 28.Kh2 Ne5 29.Rc2 Ng4+ 30,Kh1 Rc7 31 .Bh3 Ne5 32.Ne3 Qa4 33.Rb1 33...Nc4 34.Ra2 Qc6 35.Nxc4 Qxc4 36.Qxc4 Rxc4 37.b5 Bxc3 38.bxa6 bxa6 39.Rb6 Rxe4 40.Rxa6 Re1+ 41.Kh2 d5 42.Rc6 Ra1 43.Rxa1 Bxa1 44.a6 Bd4 45.Rc2 Kf6 46.f4 Rb8 47.Ra2 Ba7 48.Bf1 Ke7 49,Kg2 Kd6 50.Bd3 Rb3 51 .Be2 f6 52.Rd2 Ra3 53.Bd3 Bb6 54.Rd1 Ra2+ 55.Kf3 Bd4 56.g4 Ra3 57.Kg2 Be3 58.Kf3 Bc5 59.Kg3 e5 60.fxe5+ fxe5 61.Kg2 hxg4 62.Bxg6 Rxa6 63.Kg3 Ke6 64.h5 Be3 65,Kxg4 Ra4+ 66.KÍ3 Bh6 67.Rb1 e4+ 68.Kg3 Ra3+ 69.Kg4 Ke5 70.Rb8 Ra1 71.Re8+ Kd4 72.KÍ5 Rf1+ 73.Ke6 e3 0-1 ''Roberi James Jtscher, Varb Jfeimsmeisfarí í Skíx 'fír <97Z. Xann Smraci fBoris Spass/y J JzinvUjl Sem ho/ák var 'j^JLauacT(ía7.s-h6//7/?at. JÍeyHJavÍK - ÍsCand 22 I SKÁKHÁTÍÐ 2008

x

Alþjóðleg skákhátíð í Reykjavík 2008

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþjóðleg skákhátíð í Reykjavík 2008
https://timarit.is/publication/2057

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.