Alþjóðleg skákhátíð í Reykjavík 2008 - 03.03.2008, Blaðsíða 3
797
Álj'
Ávarp frá Geir H. Haarde,
forsætisráðherra
Greetings from the Prime Minister,
Geir H. Haarde
Kæru skákvinir nær og fjær.
Ég hef verið skákáhugamaður síðan ég var ungur strákur.
Ég fylgdist vel með Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótinu
árið 1964 og fór á hverjum degi til að fylgjast með
skákmeisturunum og læra af skákum þeirra. Ég sá með
eigin augum þegar Mikhail Tal fórnaði drottningunni í
skák sinni gegn Jóni Kristinssyni. Við vorum öll viss um
að Tal væri að gera hræðileg mistök og mundi tapa. Við
höfðum rangt fyrir okkur og Tal hafði rétt fyrir sér.
Þegar Heimsmeistaraeinvígið árið 1972 fór fram á
Islandi var ég einn blaðamanna Morgunblaðsins sem
sagði fréttir af skákunum. Ég fann hversu gríðarleg áhrif
einvígið hafði á íslenskt skáksamfélag og hinn stóraukna
áhuga á skák um allt land. Með því að samþykkja að
halda heimsmeistaraeinvígið í Reykjavík fyrir 36 árum þá
fengu þeir Fischer og Spasskí allan heiminn til að horfa
til Islands af áfergju.
Eins og marir aðrir fylgist ég spenntur með þegar
okkar hæfileikaríku skákmenn berjast á taflborðinu og
standa sig vel á alþjóðlegum skákmótum. Alþjóðlega
Reykjavíkurskákmótið er ómissandi þáttur í íslensku
skáklífi og það er vel vi'ð hæfi að Alþjóðlega Skákhátíðin
í Reykjavík 2008 sé helguð minningu hins mikla snillings
skákborðsins, Bobbys Fischer.
Ég óska öllum þátttakendum skákhátíðarinnar góðs
gengis. Ég vona að við höldum áfram að vera þjóð sem
hefur skák í hávegum og á vini sem tengjast skákinni um
allan heim.
Dear Chess friends from wide and far.
1 have been a chess enthusaist since I was a young boy.
I followed closely the first Reykjavik Open in 1964 by
going every day to watch the players and study their
games. I watched with my own eyes as Mikhail Tal
sacrificed the queen in his game against Jon Kristinsson.
We were all sure that Tal was making a terrible mistake
and was doomed to lose. We were wrong and Tal was
right.
When Iceland hosted the famous Fischer — Spassky
Match in 1972 I was one of the journalists who covered
the championship for the Morgunblaðið newspaper. And
I witnessed the huge impact that the match had on the
Icelandic chess community and the rise in interest for the
art of chess all over the country. In agreeing to have their
match in Reykjavik 36 years ago, Spasskí and Fischer
made the rest of the world turn their eyes to Iceland with
fervor.
Like other Icelanders, I have been very excited when our
talented chess players have been battling and doing well
in international tournaments. The Reykjavik Open is a
crucial part of Icelandic chess culture. It is very appropriate
that the Reykjavik Chess Festival 2008 is dedicated to the
memory of the great genius of chess, Bobby Fischer.
I wish all the contestants in the Reykjavik Chess Festival
2008 all the best and hope that we will continue to be a
chess loving nation with good chess friends all over the
world.
SKÁKHÁTÍÐ 2008 I 3