Kjarnar - 01.10.1953, Blaðsíða 19

Kjarnar - 01.10.1953, Blaðsíða 19
ur, mín landareign. Ég á þetta allt“, sagði Kamma við sjálfa sig. Þetta var svo stórfenglegt, að hún átti bágt með að skilja það. Hún hneppti sorgarkjóln- um frá sér í hálsmálinu. Hann var að kæfa hana. Það var fremur óyndislegt að vera svona dökkklædd í sólskininu. Hún elskaði ljósa og lífgandi liti. „Þegar ég legg frá mér sorgarbúninginn, mun ég fá mér ánægjulegri kjóla. Kjóla, bláa eins og himininn, rauða, eins og valmúa, og gula sem engjablóm. Ég get keypt kjóla eins og hugurinn girnist, og svo marga, sem ég vil. Ég þarf ekki framar að sækja um leyfi til nirfils, til þess að kaupa kjóla og hitt og annað, sem mig lang- ar til að eignast. Hún stóð lengi og horfði á fagra húsið. Þá gekk hún inn. Hún gekk yfir hjallann að garð- stofudyrunum. í raun og sann- leika hefði garðstofan átt að vera lokuð, þar sem allir heim- ilismenn voru við jarðarförina. Agnete var kjáni að gleyma að loka. Gamli Jens, sem var heyrnarlaus, hafði einn manna verið heima, er Kamma fór. Honum var betra að vera hjá húsdýrunum, er hann unni, en fara og hlusta á prestinn. Það hefði orðið þýðingarlaust, þar eð hann var heyrnarlaus. KJARNAR — Nr. 30 Kamma gekk um hin gömlu hljóðu herbergi. Rósavöndur, sem var á setustofuborðinu, ilmaði mikið. Yfir legubekkn- um hékk mynd af konu, með hárið skift í miðju. Hún hafði þunnar varir og lítinn munn. Þetta var Ijósmynd af fyrri konu Krestens. Kamma drap á gler myndarinnar og mælti: „Þú munt innan skamms verða látin niður í skúffu. Og verður aldrei tekin upp aftur“. Það var svalt í húsinu. í kirkjunni hafði verið illþolandi hiti. Hún bjóst við að falla í ómegin á meðan hún var inni í guðshúsinu. Kjóllinn þrengdi að henni, ræða prestsins var af- ar löng, og blómailmurinn of sterkur. Allt þetta reyndi á taugar Kömmu. Presturinn sagði mörg fögur orð um Kresten Vestergárd, og hughreysti ekkjuna eftir megni. Kamma brosti. Hún hafði leikið hlutverkið prýðilega. Engan grunaði, að hún væri ekki sorgmædd, heldur hið gagnstæða. Hún lék á alla, að undanskildum Sigvard. Hún var glöð og ánægð yfir því, að hafa losnað við Kresten. Afar glöð. Kamma fór inn í svefnher- bergið. Hún hafði verið í því með óðalsbóndanum Kresten Vest- 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Kjarnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.