Kjarnar - 01.10.1953, Blaðsíða 36

Kjarnar - 01.10.1953, Blaðsíða 36
fertugt. Hún brosti, er hann kinkaði kolli til hennar. Hann stóð þegar á fætur og gekk til Helenar, til þess að heilsa henni. Hún mælti: „Komdu sæll, kæri Kjellás. Það er gaman að hitta þig“. Rödd hennar var enn jafn töfr- andi og fyrrum. Hárið kolsvart og ekkert grátt hár í því, eða hvítt. Sannarlega hafði hún haldið sér vel, hugsaði hann á meðan hann starði í hin ljóm- andi, dökkbláu augu. Bros henn- ar var óbreytt •— jafn yndis- legt og í gamla daga — og handabandið mjúkt og gætt miklu aðdráttarafli, eins og á æskuárunum. „Hæ, mamma! Fæ ég ekki einnig að heilsa upp á þennan vin þinn?“ var sagt með skærri rödd, sem skar sundur hið sál- ræna samband, er myndast hafði milli þeirra Helenar og Kjellás. Þarna fékk forstjórinn annað taugaáfallið. Frammi fyr- ir honum stóð lifandi eftir- mynd konunnar, er hann hafði elskað sem ungur maður. Unga stúlkan var nákvæm eftirlíking Helenar. „Dóttir mín, Binken — Kjell- ás forstjóri“, mælti Helen. „Hann er gamall vinur minn“, bætti hún við, fjörlega. „Hann mun vera giftur!“ sagði unga stúlkan og gaf hon- um hýrt auga. Forstjórinn settist milli mæðgnanna. En það var hvísl- að og stungið saman nefjum við borðin í salnum. Sumir virtust öfundsjúkir. En þau þrjú, sem sátu í horninu, létu þetta ekki á sig fá, Kjellás athugaði vínkortið, og Binken óð elginn á meðan. Hel- en reykti vindling og var hugsi. Tuttugu ár. Fyrsta ástin hennar. Fyrsta hamingjan og fyrsta sorgin. Hún hafði beðið tvö ár. Er hann kom heim frá Ameríku, bar hann giftingar- hring. Nú sat hann aftur við hlið hennar og brosti við henni. Hann hafði smágerðar hrukkur umhverfis bláu augun. Hann mælti: „Þér þykir gott kampavín, Helen“. Hún var ekki búin að svara, er Binken mælti: „Froðan þyk- ir mér bezt af öllu. Kampavínið freyðir“. Margt hefir komið fyrir mig, frá því ég missti konuna, hugs- aði forstjórinn síðar um kvöld- ið, er hann hafði dansað til skiftis við móðurina og dóttir- ina. Eg hefi kynn'st mörgum konum frá tvítugsaldri upp í fimmtugt. En ég hefi aldrei þurft að hugsa um tvo árganga samtímis. 34 KJARNAR — Nr. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Kjarnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.