Kjarnar - 01.10.1953, Page 36
fertugt. Hún brosti, er hann
kinkaði kolli til hennar.
Hann stóð þegar á fætur og
gekk til Helenar, til þess að
heilsa henni. Hún mælti:
„Komdu sæll, kæri Kjellás.
Það er gaman að hitta þig“.
Rödd hennar var enn jafn töfr-
andi og fyrrum. Hárið kolsvart
og ekkert grátt hár í því, eða
hvítt. Sannarlega hafði hún
haldið sér vel, hugsaði hann á
meðan hann starði í hin ljóm-
andi, dökkbláu augu. Bros henn-
ar var óbreytt •— jafn yndis-
legt og í gamla daga — og
handabandið mjúkt og gætt
miklu aðdráttarafli, eins og á
æskuárunum.
„Hæ, mamma! Fæ ég ekki
einnig að heilsa upp á þennan
vin þinn?“ var sagt með skærri
rödd, sem skar sundur hið sál-
ræna samband, er myndast
hafði milli þeirra Helenar og
Kjellás. Þarna fékk forstjórinn
annað taugaáfallið. Frammi fyr-
ir honum stóð lifandi eftir-
mynd konunnar, er hann hafði
elskað sem ungur maður. Unga
stúlkan var nákvæm eftirlíking
Helenar.
„Dóttir mín, Binken — Kjell-
ás forstjóri“, mælti Helen.
„Hann er gamall vinur minn“,
bætti hún við, fjörlega.
„Hann mun vera giftur!“
sagði unga stúlkan og gaf hon-
um hýrt auga.
Forstjórinn settist milli
mæðgnanna. En það var hvísl-
að og stungið saman nefjum við
borðin í salnum. Sumir virtust
öfundsjúkir. En þau þrjú, sem
sátu í horninu, létu þetta ekki
á sig fá,
Kjellás athugaði vínkortið, og
Binken óð elginn á meðan. Hel-
en reykti vindling og var hugsi.
Tuttugu ár. Fyrsta ástin
hennar. Fyrsta hamingjan og
fyrsta sorgin. Hún hafði beðið
tvö ár. Er hann kom heim frá
Ameríku, bar hann giftingar-
hring.
Nú sat hann aftur við hlið
hennar og brosti við henni.
Hann hafði smágerðar hrukkur
umhverfis bláu augun.
Hann mælti: „Þér þykir gott
kampavín, Helen“.
Hún var ekki búin að svara,
er Binken mælti: „Froðan þyk-
ir mér bezt af öllu. Kampavínið
freyðir“.
Margt hefir komið fyrir mig,
frá því ég missti konuna, hugs-
aði forstjórinn síðar um kvöld-
ið, er hann hafði dansað til
skiftis við móðurina og dóttir-
ina. Eg hefi kynn'st mörgum
konum frá tvítugsaldri upp í
fimmtugt. En ég hefi aldrei
þurft að hugsa um tvo árganga
samtímis.
34
KJARNAR — Nr. 30