Kjarnar - 01.10.1953, Page 44
kvæmt því, sem nú hefir sagt
verið, að Clementine hyrfi í
skugga hins mikilhæfa manns
síns, forsætisráðherrans Churc-
hill. En svo er ekki. En hún gef-
ur honum það, sem hið opin-
bera starf ekki veitir honum.
Og það er engum efa undirorp-
ið, að Churchill hefir orðið
miklu afkastameiri á stjórn-
mála- og listamannssviðinu
vegna þess, að hann hefir átt
Clementine fyrir konu.
Vinir Churchill segja, að hann
dái mjög gáfur konu sinnar.
Þegar hann matast er hann þög-
ull, og breytir ekki þessum
vana þótt g'estir séu komnir.
Clementine þarf því að halda
uppi samræðum yfir borðinu.
Frú Churchill les mikið. Hún
fer oft í leikhús og á sýningar.
Hún er mannglögg og myndar
sér sjálfstæðar skoðanir um
menn og málefni. Ef hún á við-
töl við menn, er það hún, sem
aðallega hefir orðið.
Vinir hennar segja, að ekki
verði hlaupið ofan í hana. Hún
lætur ekki uppi álit sitt á
stjórnmálamönnum, né fellir
neinn dóm um þá. Hún segir
ekki frá stjórnmálalegum leynd*
armálum, þótt hún þekki þau.
Þess vegna hefir hún ekki misst
tiltrú manna.
Clementine Churchill er dótt-
ir Henry Hozier, ofursta. Móðir
hennar var dóttir jarlsins af
Airile, er kominn var af gam-
alli, skozkri aðalsætt.
Churchill var þrjátíu og fjög-
urra ára, er hann hitti Clem-
entine, á heimili föður hennar
í Dundee, eftir að hafa haldið
ræðu á fundi í borginni.
Nokkrum mánuðum síðar
giftust þau.
Á styrjaldarárunum tók frú
Churchill að sér mörg störf. Það
var meira en nafnið tómt, sem
hún lagði af mörkum. Hún gekk
að hverju því hlutverki, er
henni var falið, af miklum
dugnaði. Eftir árás Hitlers á
Ráðstjórnarríkin, tók hún að
sér forystu stórfelldra samskota
er brezki Rauði krossinn hleypti
af stokkunum, til þess að út-
vega peninga til að kaupa fyrir
meðul og sárabindi handa rauða
hernum. Frú Churchill safnaði
um hundrað og fimmtíu millj-
ónum króna, og bauð Stalin
henni að koma til Rússlands
sem heiðursgestur. Reit frúin
ofurlitla bók um förina. Heitir
hún „My visit to Russia“.
Árið 1940 varð frú Churchill
mjög veik. Hún lét sækja vin-
konu sína, og bað hana að taka
að sér bústýrustörfin, að sér
látinni. Clementine sagði við
vinkonu sína: „Þú verður að
sjá um, að vel sé hugsað um
Churchill. Mundu það, að hafa
42
KJARNAR — Nr. 30