Kjarnar - 01.10.1953, Síða 7
ur við hérna, þar sem allt er
til þess að ýfa upp illa gróin
sár! Eftir hálfa klukkustund
vona ég að verða á leið til Suð-
ur-Ameríku, þar sem ég vonast
til að geta gleymt sorgum mín-
um“.
Þarna þagnaði vinur minn
allt í einu því að snarpur hvell-
ur heyrðist, bifreiðin kastaðist
til á veginum og hallaðist að
aftan. Annað afturhjólið hafði
sprungið. Ég ók út að gangstétt-
inni og bað vin minn að sitja
rólegan meðan ég væri að skifta
um hjól, það væri ekki andar-
taks verk. Það tók aðeins stutta
stund að sækja varahjólið, en
þegar ég leit inn í bifreiðina,
var vinur minn horfinn. Ég
ypti öxlum um leið og ég hélt
áfram að losa sprungna hjólið
frá. Vinur minn hafði sjálfsagt
brugðið sér í næstu tóbaksbúð.
Hann myndi áreiðanlega skila
sér aftur.
Dulsagnar-klúbburinn.
„Prójsagan“.
Öllum venjulegum formsat-
riðum var lokið. Hinn nýkjörni
forseti klúbbsins bjó sig undir
að heyra „prófsögu“, er gera
myndi út um það, hvort hún
fengi að gerast meðlimur
klúbbsins.
Það snarkaði vinalega í hin-
um mörgu eldstóm, er hituðu
upp hinn vistlega sal Dulsagnar-
klúbbsins. Flöktandi eldbjarm-
ar féllu á meðlimina 49 talsins,
er voru úr öllum stéttum þjóð-
félagsins. Allt frá venjulegum
daglaunamönnum, prófessorum
og virðulegum heldriborgurum,
til ævintýramanna, sem ferðast
höfðu um Austurlönd og kynnt
sér dulmögn þeirra.
í fjarska heyrðist leikið aust-
urlenzkt lag, er gerði andrúms-
loftið dulmagnaðra, en strax og
konan byrjaði frásögu sína, smá
dró niður í því, þar til það
heyrðist aðeins sem seiðmögn-
uð kvísl, er rann saman við frá-
sögnina:
„Það hafði verið óvænt gleði
fyrir Jocý að hitta Joy aftur
eftir margra ára aðskilnað. Joy
var nú í brezka flughernum og
stjórnaði sveit orustuflugvéla,
er höfðu það hlutverk með
höndum, að skjóta niður þýzku
sprengjuflugvélarnar, er þær
komu í árásarferðir á London.
—• Joy dvaldi í stuttu leyfi í
borginni, er fundum þeirra
Jocý hafði svo óvænt borið
saman. Það tók þau ekki lang-
an tíma að finna, að barnsást
sú, er þau höfðu forðum alið
í brjósti hvort til annars, var
orðin að fullorðinsást. Og áður
en Joy fór til bækistöðva sinna
aftur, ákváðu þau að giftast að
KJARNAR — Nr. 30
5