Kjarnar - 01.10.1953, Blaðsíða 61
að hinn ákærði gæti eins verið hinn rétti Peter Linley,
og maður sá, er hún daginn áður hafði lagt eið upp á, að
væri ferðafélagi sinn á skipinu frá Höfðaborg til Englands.
Peter varð viss um að Mary hefði talað við verjandann
í máli hans, er hann var skyndilega spurður um það, hvort
hann hefði gleymt því, hvað hann ætti að hugsa um í
hvert sinn, er hann kveikti í vindlingi með silfurkveikjar-
anum.
Peter leit á Mary. Hún spennti greipar með eftirvænt-
ingu. Hann braut heilann til hins ítrasta, til þess að muna
hvað hún, hlæjandi og áhyggjulaus, hafði sagt við hann
á þilfari skipsins í sambandi við kveikjarann. Að lokum
varð hugsun Peters skýrari. Hann mundi hvað Mary hafði
sagt. Hann sagði hægt og fálmandi: „Þessi eldur er tákn
hinna hlýju tilfinninga, er ég ber í brjósti til Mary Lan-
caster“.
Mary létti. Hún brosti og allir, er í réttarsalnum voru,
hlóu. En saksóknarinn kvað það mjög sennilegt að bræður
segðu hvor öðrum frá smáviðburðum, eins og þessum um
grímudansleikinn, og kveikjarann. Áheyrendurnir horfðu
á Peter og Mary og hlóu enn meira. Auðséð var, að þeir
álitu, að Peter og' Mary hefðu daðrað hvort við annað á
ferðalaginu. Þau roðnuðu og fóru hjá sér, er þeim varð
ljóst, hvað áheyrendurnir voru að hugsa um. Mary féll
illa að þessi saklausu ummæli hennar um silfurkveikjar-
ann skyldu komast út meðal almennings og verða birt í
öllum dagblöðum landsins, og álitin sönnun þess, að þau,
Peter og hún, væru léttúðug.
„Hvað mundi Eva segja, er hún læsi þessa sögu?“ hugs-
aði Peter. Hann óskaði þess, að mega faðma hana, þótt
ekki væri nema eina mínútu, og geta sagt henni, hve heitt
hann elskaði hana. Þá yrði allt léttbærara.
— Nr. 30
59