Kjarnar - 01.10.1953, Blaðsíða 43
Frú Churchill
TZ'ONA Winston Churchill er
gáfuð, fríð og glæsileg kona.
Churchill hefir oft í vinahópi
vottað henni ást sína og virð-
ingu með hrífandi orðum. En
opinberlega flíkar hann ekki
ágæti konu sinnar. Hún er mjög
hreinlynd og laus við allt und-
irferli.
Þeir, sem heimsótt hafa
Churchill í Downing Street 10,
bæði á meðan styrjöldin stóð
yfir, og á öðrum tímum, hafa
sífellt heyrt forsætisráðherrann
hrópa: „Clementine!“
Churchill hrópar og hefir
hrópað á hina ómissandi konu
sína. Það er ekki aðeins nú hin
síðari ár, er Churchill gerist
gamall og stirður, að hann vill
hafa konuna sem oftast við hlið
sér. Clementine hefir verið hon-
um ómissandi frá því er þau
giftust, árið 1908. Hann var þá
þegar orðinn kunnur rithöf-
undur og stjórnmálamaður, er
spáð var miklum frama á þess-
ari braut. Á flestum ljósmynd-
um er Clementine Churchill
hlæjandi, svo tennurnar koma
í Ijós. Og minnir það á myndir
af Ameríkönum. Fyrr á árum
hélt Clementine ræður á fram-
boðsfundum með manni sínum
og Randolph, syni þeirra. Er
það allra manna mál, að frú
Churchill hafi staðið sig með
ágætum á fundunum.
Clementine lætur ekki mikið
á sér bera, en mun þó hafa tölu-
verð áhrif. Hún ber mikla per-
sónu. Hún er fríð sýnum, sem
fyrr er sagt, vel klædd en ekki
áberandi skrautleg.
Hún hefir í eitt skifti fyrir
öll valið sér það hlutskifti, að
vera félagi Churchills, húsfreyja
og ráðunautur. Hún er mat-
reiðslustjóri og tekur á móti
gestum og vinum Churchill, er
góðgerðir fá. Clementine lítur
eftir klæðnaði manns síns og
ræður miklu um fatakaup hans.
Hún hreinsar málarapensla
hans, hnýtir bindið á hann. Hún
ann mjög barnabörnum sínum
og gætir þeirra oft.
Það mætti ímynda sér, sam-
41
KJARNAR — Nr. 30