Kjarnar - 01.10.1953, Side 59

Kjarnar - 01.10.1953, Side 59
sál væri þar. Allan tímann, er rannsókn okkar fór fram, fylgd- ust varúlfarnir með. Að þeir ekki skutu á okkur var vegna þess, að hershöfðinginn hafði bannað það stranglega. Hann vildi fyrir hvern mun, að stöðin yrði ekki fundin. Ólíklegt er, að nokkur okkar hefði komist lifandi úr þeim hildarleik, ef þessir neðanjarðaríbúar hefðu hafið skothríð á okkur. Þeir voru í svo góðum fylgsnum. Hefði okkur tekist að finna hreiður þeirra, mundu þeir ekki hafa látið á sér standa að skjóta á okkur. Við tókum skjalasafn varúlf- anna og afar miklar birgðir af matvælum, vopnum, skotfær- um og ýmsum öðrum hlutum. Það, sem vakti mesta athygli okkar, var saga varúlfanna, er náði allt til ársins 1943. Starfsfyrirskipun æðsta ráðs þýzka hersins til varúlfa þess- ara hljóðaði á þessa leið: „Þeir skulu vera kyrrir og hafast ekki að, er það hentar betur. Þeir eiga að forðast að verða höndum teknir, eyðileggja birgðir U.S.A. hermanna og drepa þá, sem aftast fara af Bandaríkjamönnum11. Hér með fylgdi skrá yfir um það bil 1200 varúlfa, sem hafast við í þrem bækistöðvum, starfs- aðferðir, sem þeir eiga. að við- hafa og landakort yfir starf- svæði þeirra. Þar, sem við fundum þetta hreiður varúlfanna, voru hin tvö jöfnuð við jörðu, er voru í sambandi við það. Um 300 var- úlfar, vel æfðir og fullkomlega tryggir félagi sínu, höfðu svar- ið því hollustueið og lofað að berjast þótt líf þeirra væru í mikilli hættu, voru gerðir ó- virkir. Það er ómögulegt að segja, hve miklu tjóni þessir menn hefðu valdið hermönnum U.S.A. bæði á mönnum og birgðum þeirra, ef ekki hefði tekist að finna þessa neðanjarðarbúa, og sigra þá. En litlu munaði, að þetta tækist, eins og greint er frá í greinargerð þessari. Dyrabjöllunni var hringt, og frúin fór til dyra og opnaði. Úti fyrir stóð maður, sem kvaðst vera að safna sam- skotum handa fátækri ekkju, er byggi nokkru neðar í götunni. Hann mælti, og var mjög hjartnæmur: „Vesalings konuna vantar ekki einungis föt og fæði, heldur á hún á hættu að vera rekin úr íbúðinni, vegna þess að hún skuldar fjögurra mánaða húsaleigu." „Þetta er afskaplgt ástand," sagði frúin. „Þér eruð góður maður, að leggja á yður alla þessa fyrirhöfn vegna fátæku konunnar. Eruð þér ættingi hennar?“ „Nei,“ svaraði hinn góðviljaði mað- ur. „Ég er húseigandinn. Konan leigir hjá mér.“ KJARNAR — Nr. 30 57

x

Kjarnar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarnar
https://timarit.is/publication/2065

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.