Kjarnar - 01.10.1953, Page 53
deildir, er voru vel faldar bak
við vígstöðvar Ameríkana.
Er hér var komið sögu, var
þess stutt að bíða, að hafist
skyldi handa. Varúlfarnir voru
vopnaðir öllum tegundum
„handvopna“, og höfðu miklar
birgðir af sprengiefnum og mat-
vælum. Joe hafði yfirgefið fé-
lagið 24. apríl — eða' fyrir fjór-
um dögum. Þvílík frásögn, væri
hún sönn!
„Láttu ekki undan síga,
hvað sem það kostar“.
Við fórum þegar í stað til
aðal herstöðva okkar, Schwarz-
enfeld. Ég fór á fund John H.
Claybrook ofursta, og sagði
honum, hvað fanginn hafði sag't
okkur. Þetta var fyrsta raun-
verulega sönnun þess, að félag
varúlfa væri ekki hugarburður
einn.
„Trúið þér þessu, Melchior?“
spurði ofurstinn.
„Já, sir“, svaraði ég.
„Jæja. Láttu ekki undan síga,
hvað sem það kostar“. Ofurst-
inn hringdi til herflokka okkar,
sem voru á svæði því, er aðal-
bækistöð varúlfanna var sögð
vera. Var herflokknum skipað
að veita okkur aðstoð við vænt-
anlega leit að varúlfunum.
Alla nóttina og meiri hluta
næsta dags, fram til hádegis,
spurði ég Joe spjörunum úr.
Sagði hann okkur, að flokkur
sá, er hann taldist til, hefðist
við á litlu, skógivöxnu svæði
milli bæjanna Schönsee og Es-
larn. Höfuðstöðvar okkar voru
nú fluttar til Viechtach.
Síðari hluta dagsins ókum við
til aðalstöðva 97. herdeildar fót-
gönguliðsins. í umdæmi þeirra
voru varúlfarnir álitnir vera.
Ég samdi um það, að tvær her-
sveitir fótgönguliðsins (í hverri
hersveit eru um 200 manns)
skyldu rannsaka hið ákveðna
skógarþykkni, og leggja af stað
klukkan hálf sex, 30. apríl.
Hver þumlungur skógarins
rannsakaður nákvœmlega.
Það var mikið sólskin og
þurrviðri, er við hófum rann-
sóknina. Við höfðum skipað
herdeildum hvora gegnt annarri
í hálfhring. Herliðið skyldi
ganga um allan skóginn, mæt-
ast og fara hverjir fram hjá öðr-
um. A þennan hátt var komið
í veg fyrir að nokkur sá, er í
skóginum leyndist, slyppi. Liðs-
mennirnir fengu fyrirskipun
um það, að aðgæta hvern þuml-
ung skógarins, og athuga, hvort
nokkuð merki um veru óvin-
anna væri þarna að sjá. Bud og
ég gengum þá að húsi, er var
þarna í grendinni. Ætluðum við
KJARNAR — Nr. 30
51