Freyja - 01.02.1902, Blaðsíða 7

Freyja - 01.02.1902, Blaðsíða 7
FREYJA og efstuv varð í óði á fslands stóru tíð. Með hyggjuviti högu hann hlóð upp tíraans stétt, hann samdi’ oss fyrstur sögu og setti kristinn rett. Þá mættist mennt og snilli, þá mættist dáð og vit, en lýðs og landa njilli hans lista flugu rit. I Odda þá var þróttur, svo þaðan Ijóma sló, við rausn með ræsisdóttur inn ríki Jón þar bjó. Og afreksskáldið unga hér átti líka vist, hér ólst hans undra-tunga og andans ríki fyrst, Hör sat hjá Sögu vorri, er sólin hneig við unn, vor mæri mikli Snorri, sem Mfmir við sinn brunn. Og ótal fleiri undur ég eygi af þessum hól, hör grær sá Glasislundur, er guðaspjöldin fól. Við afbragð allra hóla sig átta Fróði vann, er heim úr Ilrúgnis skóla inn Helgi spandi hann. Lát hljóminn heyra, gígja, til heiðurs Oddastað! og yngi Öldin nýja þau orð, scm skáldið lcvað. En brostu, Brekkan kæra, og ber af hverjum liól á meðan hðnd menn hræra og Heklu gyllir sól'. Ó, Rangárgrundin glaða, nú glóir þú við sól, en margföld mein og skaða þér mældi’ oft tímans hjól, og sárt þú máttir sýta og syngja dapran bryg, þá yfir allt að líta var eyðihjarn og flag. En römm þó yrði raunin við rok og eld og sand, þá gróa gömlu hraunin og grær á ný þitt land. Og enn þá anga fögur þín ^ngu hjartablóm, og enn þinn ljómar lögur með lífsins silfurhljóm.— Og samt þú svafst of lengi, ósögustóra fold/ Eg vil, en vantar strengi, að vekja þig úr mold. En bráðum finnur Fróði, sinn forna, dýra hól, og ber þér eld f óði og enn þá hlýrri sól! [Eimreiðin.j átATTH. Joohúmsson.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.