Freyja - 01.02.1902, Qupperneq 20

Freyja - 01.02.1902, Qupperneq 20
20 FREYJA það því,að þessi kraftur licfur niest megnis verið rannsakaður með tiliiti til áhrifa hans á líffæri mannsins, eða sem ein grein læknisvísindanna, en út úr því hefur mikið þref og barátta, orðið. En atvik báru til, að þessi kraftur kom einnig til rannsóknar á svæði eðlisfræðinnar, mest fyrir aðgjörðir Reichenliachs hins nafnkunna fundningsmanns ,,Od“- afisins og reyndust mótbárurnar þar færri gegn sönnuninni fyrir hon- um. Nú má sem stendur staðhæfa að tilvist hins dýrslega segulmagns sé sönnuð: 1) Með eða fyrir þær lífseðlislegu breytingar, sem hann til leiðar kemur í sjúkum mannlfkama. »■ 2) Með eða fyrir ljós-fyrirbrigði, þán cr þessum breytingum cru samfara. Tauganæmir menn sjá vakandi „od“-birtuna—enn þá óalmennt kunn—í dimmu herbergi, svefngenglar sjá hina sönm sofandi, einnig í björtu herbergi. 3) Með eða fyrir ýms breytinga fyrirbrigði, sem segulmagnsút- streyming til leiðar kemur, svosem hreyflngar segulnálarinnar o. s. frv. 4) Með og fyrir „kemiskar“ breytingar á Ijósmyndunarplötunní. En, rött eins og ekkert af þessu skeð sé, heyrir maður ávalt enn raddir er neita segulmagninu. Mcðal lækna cr sú sltoðun allmjög út- breidd, að segulmagnsverkanir séu eingöngu komnar undir álægsku [Suggestionj. Sjúklingurinn á eigi að læknast við flutning annarlegs lífskraftar til hins sjúka, heldur fyrir annarlega álægsku eða sjálf-á- lægsku. En mótbára þessi er æði þröngsýn, því álcigur þær eða álægska sem sjúklingur verður fyrir af mér, er heila-hugmynd og ekkert frek- ar. Þessi hugmynd eintóm fær, sem slík, enga lækning gjört, en aðeins í því eina falli að heili viðtakandans sö útbúinn þeim lffskrafti, að af honum geti miðlast hinum sjúka líkamshluta cða líffæri sem álægskan bendir á eða fyrir skipar. Þá er segulmagnslækning fer fram þá veitist framandi líffæraheild lífskraftur sá, sem dýrsegulmagnið inniheldur, við álögu eða innblásturslækningar er segulmagn sjúklingsins sjálfs sett í hreyfing og leitt á sjúknaðsstaðinn. En sá er heldur því fram að eintóm heila-hugmynd fái læknað, án nokkurs miðlandi kraftar milli heilans og hins sjúka líkamshluta, hann heimtar verkun án orsaka blátt áfram. Alægskan eða innblásningin verður þannig eigi notuð sem mótbára gegn segulmagninu, heldur verður hún miklu fremur ný sönn- un fyrir tilveru dýrsegulmagnsins.

x

Freyja

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.