Freyja - 01.02.1902, Síða 32

Freyja - 01.02.1902, Síða 32
••12 FREYJÁ Loks stóð hún upp, ýtti frá sér bókinni og sagði: „Þetta mA ekki svo til ganga, ég verð að taka í taumana áður en það verður of seint.“ Hún gengur svo að dyrunum og kallar: „Helen, komdu inn, burn/“ „Ég kem, móðir min góð,“ var svarað og hún lét sér það duga.sett- ist svo niður og sagði: „En hvað hún er góð, elskan sú arna. Ég dmi ef nokkur ógæfa kæmi fyrir hana.“ „Ætlarðu ekki að koma inn, Edward?“ heyrði hún dóttur sína seg'- ja. „Ekki I kvóld, en & morgun eða mánudaginn," var svarað. „Þá á mánudaginn.“ „Já, en eftir á að hyggja, á ég von á fjarlægum vinum bráðiega, kannske á morgun og kannske ekki fyr en á mánudag og þá getég ekki séð þig fyr. Þrir dagar eru l«ngur timi fyrir mig, að sjá þigekki. Góða nótt, ástin min.“ Og hún heyrði þau kyssast og svo fór hann. ,,Ó raóðir mín elskuleg! Hvað gei.gur að þér? Þú ert hvit eins og lín,“ varð Helenu að orði þegar liún kom inn, og sá móður sína. „Það væri ekki sérlega hvítt lín,“ svaraði móðirin og reyndi að brosa. „Mér Iíður samt ekki vel. Þó hefur ekkert komið fyrir sem þú þurfir eiginlega að óttast, barn,“ bætti hún við er hún sá dóttur sína fðlna upp. „Taktu þér sæti því mig langar til að tala við þig.“ Helen settist á stól við kné móður sinnar, sem lagði aðra höndina blíðlega á höfuð hennar, en hinni hendinni studdi hún á enni sér svo.að llelen sá ekki I augu hennar. Þær sátu þegjandi þar til þögnin var að verða Helenu óbærileg, tók móðir hennar þannig til máls: „Þú elBkar Edward Granger, barnið mitt?“ „Já, móðir.“ ■ ,,0g hann elskar þig/“ „Já, móðir mtn elskuleg. Við erum trúlofuð og hann kemur á morg- uri eða mánudaginn til að biðja um samþykki þitt og blessun." „Því kom hann ekki fyrst til mtn? Hvernig var hann svo viss um að ég vildi að hann talaði ástamál við þig?“ „Móðir/“ „Ég er ekki að ásaka þ'g, ástin mtn, þó mér finnist að heiðarlegur maður hefði átt að tala við móðurina áður en hann vann hjarta cinka- dóttur hennar." „Móðir!“ „Hvað lengi hefurðu þekkt Edward Granger/“ „Hvað lengi hef ég þekkt hann/“ „Hvenær sástu hann fyrst?“ „Á skemmtiförinni fyrir hálfu öðru ári stðan." „Einungis hálfu öðru ári, og þú þá tæpra fimmtán ára.“ „Og þú segist hafa gifst rétt fimmtán ára, móðir. Og þú ert cnn þá eins ungleg og falleg og jafnöldrur mínar og gætir gifzt aftur ef þú

x

Freyja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.