Freyja - 01.03.1902, Blaðsíða 2

Freyja - 01.03.1902, Blaðsíða 2
46 t'KKXJA En munið það börn mín,að gatan er grýtt og gróin með þyrnum er stinga, þó lífið í heild sinni brosi við blítt og brautarljós ykkar sé fagurt og nýtt er margt sem að þar kann að þvinga. En þeir eru margir sem lögðu þá leið frá landi á bernskunnar dögum, en örlagabylgjan með æði þá reið á örlitla, veikbyggða hamingjuskeið þótt fátt um það finnist í sögum. Já, smælingjar falla og gleymast í gröf með grátstunur, tár sín og benjar, hið bezta bem almættið gaf þeim aðgjöf það gleypa hin stormæstu tímanna höf svo eftir sjást örlitlar menjar. En þjónar lians Mammons með þrælsgeðiðkalt já, þeir vinna lífs-taflið hæsta, það virðist á stundum þeim ætlað sé allt og örsjaldan gjörist þeim heimslánið valt, þeir kúga og kremja það smæsta. Til grafar þeim fylgir sú gullkálfa þjóð með gráti og sorgbaygðu hjarta. Ef sett væri í ræður og sögur og ljóð: „þeir sugu úr þúsundum fátækra blóð,“ víst bliknaði lofdýrðin bjarta. En nöfnin hún geymir með gull-letri sett á granít og marmara steinum, hún afþvær livern smánar og illkvittnisblett af auðvaldans minning, svo prúðmenni nett hann dæmist af f llum og einum. Já, dyggðir og mannkosti meta þeir smátt það má ei viðgullinu rauða. Þið hafið það, börnin mín aldreigi átt, og af því nú standið þið fádæma látt því köld eru kjörin þess snauða. í goðsæti ríkja þar gvðjurnar tvær í gullrenndum þjóðbúning skarta Hræsnin og Fégirndin, þekkjast víst þær er þjóðin öll krýpur þeim blótstalli nær og offrar þeim ást sinni’ og hjarta.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.