Freyja - 01.03.1902, Blaðsíða 9

Freyja - 01.03.1902, Blaðsíða 9
EIÐUR HELENAR HARLOW. II. KAP. DÓMARINN f VANDRŒÐtJM. Þá árin líða, ímynd fornra synda á sig taka gerri,—ei hulu mynda- Og gerfi það að virkileik er vorðið, þá vandast ráðið-liinsta sainileiksorðið er, það vír skulum þreyta fangbrögð viður og þa er ekki neitt sem sekan styður, unE réttlætinu að fullu fullnægt verður. L. W. Edson dómari sat f ríkmannlegu skrifstofunni eftir að hafa örfað andagift sina með staupi nf fínasta rauðavíni ogreykti núHavana vind- il af beztu tegund. Hann var heiðarlegur maður þessi dómari, og lét sér serlega annt um velferð rfkisins, auð þess og vald, andlegt og verzlegt, því hann var sannkristinn maður og hélt því fram, að engir nema þefr, er væru sérstaklega til þess útvaldir af guði, hefðu rétt til að sitja í svo hárri stöðu eða hafa vald á stjórnartauinunum. Þessi sannkristni dómari hafði á æskuárum sínum verið nokkuð brokkgengur og eins og enska máltækið segir, „sáð villi höfrum," en nú var það búið og hann hreinsaður af öllu grómi og orðinn sannarlegt guðs barn, og þurfti þv( ekki að uppskera eins og hann sáði. Það eru •rtðeins þeir óguðlegu sem verða að gjöra það. Svo þessi g(5ði dómari sat í purpara fóðruðum bægindastól og hugsaði um hina stjórnlaubu glys- girni kvenna og óhófsemi er dragi heiminn niður í aurleðju syndanna, sem annars hefði risið til hæða hreinlætisins og heilagleikans. Hvað útti að taka til bragðs?—hvernig ráða b<H á því? Að hvaða niðurstððu hann hefði komist f þessu máli, fær heimurinn því miður aldrei að vita því hugleiðingar hans trufluðust við það,að bar- ið 'var að dyrum fi skrifstofu hans og sa er þannig truflaði hann var kvennmaður með þykka blæju fyrir andlitinu. Dómarinn var í þann veginn að kalla 4 gestinn en sneri þvf af og opnaði sjálfiir dyrnar. „Er þetta skrifstofa herra Edsons dómara?," spurði gesturinn. „Það er hún. Viljið þer ekki gjöra svo vel og koma inn?" sagði hann blíðlegaog hneigði sig hatíðlega. „Þér eruð Charles Edson, eonur F, W. Edson?" - „Ég er sá maður, eða get ég gjört nokkuð fyrir yður, mad—" „Ungfrú, herra minn," sagði gesturinn í leiðrettingarskyni. „Jæja þá, ungfrú góð, fáið yður sæti." og hann setci fyrir hana liezta stólinn sem hann fann, og a meðan gat hann ekki látið vera að virða hana fyrir ser og dáðst að vaxtarlagi hennar sem var aðdáanlegt,

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.