Freyja - 01.03.1902, Síða 9

Freyja - 01.03.1902, Síða 9
EIÐUR HELENAR HARLOW. II. KAP. DÓMARINN í VANDRŒÐUM. Þá árin líða, ímynd fornra synda A sit; taka gerri,—ei hulu my nda- Og gerfi það að virkileik er vorðið, þá vandust ráðið-hinsta sannleiksórðið er, það vér skulum þreyta fanghrögð viður og þá er ekki neitt sem sekati styður, une réttlætinu að fuilu fulluægt verður. L. W. Edson dómari sat I ríkmannlegu skrifstofunni eftir að hafa örfað andagift sína ineð staupi ;tf fínasta rauðavíni og reykti núHavana vind- il af beztu tegund. Hann var heiðarlegur maður þessi dómari, oglétsér sérlega annt um velferð ríkisins, auð þess og vald, andlegt og verzlegt, því hann var sannkristinn maður og hélt því fram, að engir nema þeir, er væru sérstaklega til þess útvaldir af guði, hefðu rétt til að sitja í svo hárri stöðu eða hafa vald á stjórnartaumunum. Þessi sannkristni dómari hafði á æskuárum sínum verið nokkuð itrokkgengur og eins og enska máltækiö segir, „sáð villi höfrum,“ en íiú var Jþað búið og hann hreinsaður af öllu grómi og orðinn sannarlegt guðs barn, og þurfti því ekki að uppskera eins og hann sáði. Það eru •nðeins þeir óguðlegu sein verða að gjöra það. Svo þessi góði dómari sat í purpura fóðruðum hægindastól og hugsaði um hina stjórnlaubu glys- girni kvenna og óhófsemi er dragi heiminn niður í aurleðju syndanna, sem annars hefði risið til hæða hreinlætisins og heilagleikans. Hvað átti að taka til bragðs?—hvernig ráða bót, á því? Að hvaða niðurstððu hann hefði komist í þessu máli, fær heimurinn því miður aldrei að vita því hugleiðingar hans trufluðust við það,að bar- ið ’var að dyrum á skrifstofu hans og sá er þannig truflaði hann var kvennmaður með þykka blæju fyrir andlitinu. Dómarinn var í þann veginn að kalla í gestinn en sneri þvl af og opnaði sjálfur dyrnar. „Er þetta skrifstofa herra Edsons dómara?,“ spurði gesturinn. „Það er hún. Viljið þér ekki gjöra svo vel og koma inn?“ sagði hann blíðlegaog hneigði sig hátíðlega. „Þér eruð Charles Edson, sonur F. W. Edson?“ „Ég er sá maður, eða get ég gjört nokkuð fyrir yður, mad—“ „Ungfrú, herra minn,“ sagði gesturinn I leiðréttingarskyni. „Jæja þá, ungfrú góð, fáið yður sæti.“ og hann setti fyrir hana i<ezta stólinn sem hann fann, og á meðan gat hann ekki látið vera að virða hana fyrir sér og dáðst að vaxtarlagi hennar sem var aðdáanlegt,

x

Freyja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.