Freyja - 01.03.1902, Blaðsíða 8

Freyja - 01.03.1902, Blaðsíða 8
52 FREYJÁ þeirra gefur því einkennilega við- feldinn og fágaðann blæ fram yfir það sern á ser stað, þar sem áhrifa þeirra gætir minna. EínuMnni hélt ég að svo mikið frelsi yrði konum skaðlegt og; jafnvel að þær innan skamms rændu karhnennina rétti þeirra. En eftir þriggja ára dvöl í landinu hef ég komist að þeirri nið- urstöðu, að jafnvel það, gerði ekki svo mikið til, því ég hef þá, skoðun, að hæfileikar eigi að hafa yfirhönd- ina hvar sem er Það er þess vegna rétt að láta þær fara eins langt og þær komast. Þeir sem verða á eftir í samkeppninni hljöta að faila. Þeir færustu sigra hvort sem er. Vilji karlmennirnir stjórna lieiminum, verða þeir að sýna sig hæfari til þess. Samkeppnin leiðir fram beztu hætileika karla sem kvenna. Eins og ég hef lagt til síðu óttann fyrir afleiðingum kvennfrelsisins, þannig hef ég og kastað frá mer ótt- anum fyrir afleiðingum alþýðu- menntunarinnar. Eg álít nú aðallir ætt.u að fá nokkra menntun. í menntunarlegu tilliti eru 3 tröpp- ur, n. 1. sú efsta, mið og liin lægsta. I lægstu tro'ppunni er þroski fölks- ins vanalega á mjög lAgu stigi og þess yegna vinnur það erfiðisvinn- una af því að það getur ekki annað gjö'rt. Látum þ4 menntast sem vilja og geta. Komi einhverntíma sú tíð, að allir verði menntaðir, þá verður hcimurinn einnig búinn að læra. aft haga seglum sínum eftirþeim vindi. Sem sagt.alít ég menntunina mjög nauðsynlega, og eitt af því sem mér þykir mestu varða í Bandaríkjun- um, eru alþýðuskólarnir. Kínar eru sorglega langt á eftir í því tilliti, en það gleður inig að þjóð mín er að vakna til meðvitundar um endur- bótaþSrfina í menntamálum stnum. Þegar ég var búinn að vera í skóla limm Ar, var ég orðinn vel læs og kunni margar gullaldar fræðibækur, en ég skildi þær ekki. Það hefði att að útskýra mér það jafnótt, en það varekki gjört. Mismunur á bókmáli og daglegu máli Kína er svo inikill, að það þarf mikið lengri tíma til að menntast þar en hér. Skynsamleg kennslu aðferð myndi gjö'ra námið miklu auðveldara. Eg hef haft mikla ánægju af að koma á amerikanska alþýðuskóla og kynna mér hina aðdáaniegu kennsln aðferð. Barnaheimilin virð- ast mér serlega góð, því þau kenna börnunum allskonar iðnað, þar sem augu, eyru, hendur og lieili starfar allt í senn og þroskast hæ^'- lega eftir eðlisfari hvers einstaklings Að eins eitt vantar, það er tilsö'gn í kurteisi, að minnsta kosti við yfir- boðara stna. Það ætti að meiga kenna þeim einhverjar kureisis- reglur alveg eins og hermönnunum er kennt að bera virðingu fyrir yf- irboðurum sínum. Eitt af þvi ógeðfeldasta sem eg hef séð í þessu landi, er sambúð foreldra og barna. Það fyrsta sem Kínar kenna börnunum er að heiðra og hlýða foreldrum siiium. Kín- verskir foreldrar heimta óta.kmark- aða hlýðni af bíirnum sinum ogþeim er blýttt Ameríkönsk börn eru stundum hlýðin, en ekki er það æ- tíð. Kínverskir foreldrar stj(5rna bö'rnum sínum með valdi, amertk- anskir með kærleik. (Framh. næst.)

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.