Freyja - 01.03.1902, Síða 8

Freyja - 01.03.1902, Síða 8
52 FREYJA þeirra gefur því einkennilega við- feldinn og fágaðann blæ fram yfir það sem íi sér stað, þar sein áhrifa þeirra gætir minna. Einupinni hélt ég að svo mikið frelsi yrði konum skaðlegt ok jafnvel að þær innan skamms rændu karlmennina rétti þeirra. En eftir þriggja ára dvöl í landinu hef ég komist að þeirri nið- urstöðu, að jafnvel það, gerði ekki svo mikið til, því ég lief þá skoðun, að hæfileikar eigi að liafa yfirhönd- ina hvar sem er Það er þess vegna rétt að láta þær fara eins langt og þær komast. Þeir sem verða á eftir í samkeppninni hljóta að falla. Þeir færustu sigra hvort sem er. Vilji karlmennirnir stjórna lieiminum, verða þeir að sýna sig hæfari til þess. Samkeppnin leiðir fram beztu hæfileika karla sem kvenna. Eins og ég hef iagt til siðu óttann fyrir afleiðingum kvennfrelsisins, þannig hef ég og kastað frá mér ótt- anum fyrir afleiðingum alþýðu- r inenntunarinnar. Eg álit nú aðallir ætt.u að fá nokkra menntun. í menntunarlegu tilliti eru 3 tröpp- ur, n. 1. sú efsta, mið og hin lægsta. í lægstu tröppunni er þroski fólks- ins vanalega á mjög lágu stigi og þess vegna vinnur það erfiðisvinn- una af því að það getur ekki annað gjört. Látum þá menntast sem vilja og geta. Komi einhverntíma sú tíð, að allir verði menntaðir, þá verður iieimurinn einnig búinn að læra. að liaga seglum sínum eftirþeim vindi. Sem sagt.álít, ég menntunina mjög nauðsynlega, og eitt af því sem mér þykir mestu varða í Bandaríkjun- um, eru alþýðuskólarnir. Kínar eru sorglega langt á eftir í því tilliti.en það gleður mig að þjóð inín er að vakna til meðvitundar um endur- bótaþörflna í menntamálum sínum. Þegar ég var búinn að vera í skóla fimm ár, var ég orðinn vel læs og kunni margar guilaldar fræðibækur, en ég skildi þær ekki. Það hefði átt að útskýra mér það jafnótt, en það varekki gjört. Mismunur á bókmáli og daglegu máli Kína er svo mikill, að það þarf mikið lengri tíma til að menntast þar en hér. Skynsamleg kennslu aðferð myndi gjöra námið miklu auðveldara. Eg hef liaft mikla ánægju af að koina á ameríkanska alþýðuskóla og kynna mér hina aðdáaniegu kennslu aðferð. Barnaheimilin virð- ast mér sérlega góð, því þau kenna börnunum allskonar iðnað, þar sem augu, eyru, hendur og heili starfar allt í senn og þroskast liæfl- lega eftir eðlisfari hvers einstaklings Að eins eitt, vantar, það er tilsögn I kurteisi, að minnsta kosti við yfir- boðara sína. Það ætti að meiga kenna þeim einhverjar kureisis- reglur alveg eins og hermönnunum er kennt að bera virðingu fyrir vf- irboðurum sínum. Eitt af því ógeðfeldasta sem ög hef séð í þessu landi, er sambúð foreldra og barna. Það fyrsta sem Kínar kenna börnunum er að heiðra og lilýða foreldruin sínum. Kín- verskir foreldrar heimta ótakmark- aða hlýðni af börnum sínum ogþeim er hlýtt. Ameríkönsk börn eru stundum hlýðin, en ekki er það æ- tíð. Kínverskir foreldrar stjórna börnum sínum með valdi, amerík- anskir með kærleik. (Framh. næst.)

x

Freyja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.