Freyja - 01.03.1902, Blaðsíða 12
56 ..¦;'•• FREYJÁ
hann hefði kalíað hana aftur hetði þess verið ko-stur, en híin var fariu
og hann vissi ekki hvert. Þannig liðu nokkrir dagar að hann var eins
og á nálum, hrökk við af hverju einu, hirfði tortryggnisaugum á alla,
sem fram hjá fóru, serstaklega kvennfólk með blæjum fyrir andliti, og
reyndi auk heldur að hlusta á ræður manna ef þeir ræddu hljótt. Vinir
hans tóku smámsainan eftir þessari undarlegu breytingu og kváðu
það sjúkdóm, lét hann sér það að kenningu verða og kvaðst ei hraustur
vera. En er hann hvorki sá né heyrði meira um Helenu, varð honum
rtfrra og taldi ser trn um -að hún myndi hafa seð aig um hond og hætt
við áform sitt. Þv( sannarlega er hún ekki svo vitlaus að halda, að>
hún geti haft út úr ínér þúsund dali, hugsaði hann.
Tveim vikum eftir þenna atburð átti Edson dómari að dæma í ser-
lega merku máli. Dómsalurinn var troðfullur af fólki, sem dreif að úr
ö'llum áttum. Fyrst gekk allt ve), en allt í einu fölnaði Edson dómarí
upp og greip í grindurnar til að verjast falli. „Snertur af yfirliði sem
stafar af hitanum og líður frá aftur," sagði hann þegar félagi hans og
meðdðmari hjóp til að hjá.lpa honum.
Þegar h&nn var nokkurnveginn búinn'aðná sér aftur.leit hann enn
fram f húsið og sá sömu sjónina sem honum rett aður hafði orðið svo
mikið um, en það var Helen, sem sat andspænis honum, lyfti aftur upp
blæjunni og hvessti a hann augun. Já,sannarlega var það hún ng tæki
hfin af sér blæjuna, gat ekki hjá því farið, að fólk tæki eftir því, hvað
þau tvö voru lík. Skyldi hím gjöra það? Og þessi mikli maður titraði
af ótta við þessa tilhugsun þó hann yrði að sýnast rólegur.
„Heigull/ hversu mun hann þá mæta skapara sínum ef liann skelf-
ur þannig S navist barns síns," hugsaði hun.
M&lið var rannsakað og dæmt an frekari trufiunar, en engir nema
hlutaðeigendur vissu um hið innra stríð, hina þögulu málsókn sem þar
fór fram milli föður og dóttur, í hverju domarinn sjálfur var kærður,
en hin unga mrtðir bæði rannsóknarnefnd og dómari.
Það má undarlegt þykja að dðmaranum skyldi þykja svo mikið
fyrir að þessarar æskuyfirsjónar hans væri minnst, þar sem þó nokkrir
hinna eldri samborgara hans vissu um hana. Má vera að það haí4 að
nokkru leyti átt rót sína að rekja til þess, að þegar allt kemnr tíl allsT
og þratt fyrir »5na miklu, Mkamlegnyfirburði, eru karlmenn kjarklaus-
ari en kvennfólk. Þeir láta konuna einatt bera eina, smán og fyrirlitn-
ing heimsins, ekki æfinlega af því þeir seu eða vilji vera fantar, held.
ur af því að þeir ern of miklir heiglar til að bera sinn skerf af þeirri
vanvirðu er þeir hafa verið aðilar að.
Þd nokkrir hinna elstu bæjarbúa vissu uni þetta atriði í æfisögu
dómarans, var það lfingu gleymt með því að merki þess hurfu með kon-
unni scm hlut atti að máli. Þá var og bærinn mikið íninni en nú var