Freyja - 01.03.1902, Side 12

Freyja - 01.03.1902, Side 12
56 FREYJÁ hann hefði kallað hana aftnr hefði þe-ss verið kostur, en ln'in var farin og hann vissi ekki hvert. Þannig liðu nokkrir dagar að hann var eins og á riálurn, hrökk við af hverju einu, h rrf'ði tortryggnisaugum á alla, sem fram hjá fóru, sérstaklega kvennfólk með blæjum fyrir andliti, og reyndi auk heldur að hlusta á ræður manna ef þeir ræddu hljótt. Vinir lians tóku smámsaman eftir þessari undarlegu breytingu og kváðu það sjiikdóm, lét Irann sfer það að kenningu verða og kvaðstei hraustur vera. En er hann hvorki sá né heyrði meira um Helenu, varð honum rórra og taldi sér trfi um að hftn myndi hafa séð sig um hönd og hætt við áform sitt. Þvi sannarlega er hftn ekki svo vitlaus að halda, að iiún geti haft ftt ftr mér þftsund daii, hugsaði hann. Tveim vikum eftir þenna atburð átti Edson dómari að dæma í sér- lega merku máli, Dómsalurinn var troðfullur af fólki, sem dreif að úr öllúm áttum. Fyrst gekk allt ve), en allt, i einu fölnaði Edson dómari upp og greip í grindurnar til að verjast falli. „Snertur af vfirliði sem stafar af hitanuin og líður frá aftur,“ sagði hann þegar félagi hans og meðdómari hjóp til að hjáipa honum. Þegar hann var nokkurnveginn búinn að ná sér aftur.leit hann enn fram í hftsið og sá sömu sjónina sem honum rétt áður hafði orðið svo mikið um, en það var Helen, sem sat andspænis honum, lyfti aftur upj> blæjunni og hvessti á hann augun. Já,sannarlega var það hftn ng tæki hftn af sér blæjuna, gat ekki hjá því farið, að fólk tæki eftir því, hvað þau tvö voru lík. Skyldi hftn gjöra það? Og þessi mikli maður titraði af ótta við þessa tilhugsun þó hann yrði að sýnast rólegur. „Heigull/ hversu mun hann þá mæta skapara sínum ef liann skelf- ur þannig í návist barns síns,“ hugsaði hftn. Málið var rannsakað og dæmt án freka.rí trufiunar, en engir nema hlutaðeigendur vissu um hið innra stríð, hina þögulu málsókn sem þar fór fram milli föður og dóttur, í hverju dómarinn sjálfur var kærður, en hin unga móðir bæði rannsóknarnefnd og dómari. Það má undarlegt þykja að dóinaranuin skyldi þykja svo mikið fvrir að þessarar æskuyfirsjónar lians væri minnst, þar sem þó nokkrir liinna eldri samborgara lians vissu um hana. Má vera að það haí4 að nokkru leyti átt rót sína að rekja til þess, að þegar allt kemur tíl alls, og þrátt fyrir sfna miklu, líkamleguyfirburði, eru karlmenn kjarklaus- ari en kvennfólk. Þeir láta konuna einatt bera eina, smán og fyrirlitn- ing heimsins, ekki æfinlega af því þeir séu eða vilji vera fantar, held. ur af því að þeir eru of miklir heiglar til að bera sinn skerf af þeirri vanvirðu er þeir hafa verið aðilar að. Þó nokkrir hinna elstu bæjarbfta vissu um þetta atriði f æfisögu dómarans, var það löngu gleymt með því að merki þess hurfu með kon- unni sem hlut átti að máli. Þá var og bærinn mikið íninni en nft var

x

Freyja

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.