Freyja - 01.07.1903, Blaðsíða 12

Freyja - 01.07.1903, Blaðsíða 12
204 FREYJA Höf. hrósar mjög Guðrúnu Osvífursdóttur fyrir. aö veita lið Gunnari Þiörandabana, sem þó var morðsekur flóttamaður. Samt var göfugt aö veita honum lið og með því, gefahonum , .framtíðar- tækifæri." En Isl. syndga svo átakanlega meS brjóstgæöum sín- um er þeir ekki vilja láta liðnar yfirsjónir standa mönnum fyrir þrifum, en vilja gefa þeim framtíöar-tækifæri —loía þeim að lifa. Mér virðist sem Guðrún Osvífursdóttir tákni ísl. alþýðuna, og að hún enn þá stígi af brúðarbekknum og heiti á fólk sitt til aö veita lið einstaklingunum sem Þorkell brúðgumi hennar vill hand- sama láta, og það þótt hún geti bóist við að tapa fyrir það hinum ,,virðulega ráðahag. " Og ekki getur mér betur sýnst, en að Guö- rún þessi sverji sig í Osvífursættina og sé nú eins tilkomumikil og nafna hennar forðum. ,,Straumar" fyrirlesturinn e'ítir séira Björn B. Jónsson, er fróðlega og lipurlega ritaður. Þar eru sýndir hinir ýmsu trúar- bragðalegu straumar, og hversu þeir hver upp á sinn máta hljóti að hafa sín áhrif á aðal strauminn. Mississippi, hið hreina fljót kristindómsins. Hann er aðgengilegur fyrir fólk af kvaöa flokki sem er, þó að höf. eins og vohlegt er, komist að þeirri niöurstöðu að kristindómurinn sé hinn hreini straumur, sem kominn sá frá guði sjálfum og streymi út í haf eilífs lífs. ,,Hverja köllun œtti þjóð vor að gjöra til skálda sinna". Ræða eftir sér Fr. J. Bergman. Um þessa rœðu var ekki lítið tal- að eftir að hún var flutt. En ég ætla hana þess verða að hún sé nákvœmlega yfirveguð af einum sem öllum. Eftir er þó að rita um það, hvaða kröfur þjóð vor ætti að gjöra til ritdómara sinna. Því þeir, lítið eitt síður en skáldin sjálf, skapa nú hugsunarhátt þjóðanna. ,,Köllun nemandans, " er fögur rœða. Einkanlega á hún við nemandann. En hún getur að því leyti náð.til allra manna, sem allir eru námsmenn í skóla lífsreynslunnar, og það stendur alls ekki á sama, hvernig menn ganga í gegnum þenna skóla eða fara með nám sitt. Því allir leggja þeir sinn skerf til að bæta og göfga, eða blekkja samtíð sína. ,,Undir linditrjánum. " Þar er minnst á allt, sem á hinn and- lega Þingvöll ísl. hefir verið borið á síðast liðnu <ári. Margt er bar vel sagt'og maklega. Mcr viröist rítst. þar mildari í démum sínum en oft að undanförnu. Það er eins og hann sé farinn að bera föð- rrlega velvild til sumrá þeirra sem hann hefir, oftlega áður agaö

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.