Freyja - 01.07.1903, Blaðsíða 4

Freyja - 01.07.1903, Blaðsíða 4
1%' "Fxo-yjOu. íyrir tönn, og hafa G yðingar tekið þessa sömu reglu. Lög þessi feggjai mikla áherslu á helgi eiðsins, gegnir slíkt furðu, því þ<ir virðist þó að meinsæri hafi verið all títt. RÉTTLŒTISDÓMUR HEILÖGU ÁRINNAR. Víða er falað um vatnsraunina og má af þv£ sjá að fólk hefir trúuð því, að hin heilaga á,Efrats-áin hafi verið óskeikult efsta ítrskurðarvald eins og hólmgöngurnar eða járnburðurinn forðum. Ein af fyrstu greinunum því víkjandi hljóðar þannig: „Ilaíi einn maður lagt k ann- ann maun án þess að hafa sannað réttmæti slíkra álaga, þá skal sá sen> fyrir álögunum verður steypa ser í • ana heilögu. Haldi áin honuin (drekki honum) skal sá er álögin orsakaði, taka hús hans. En komist maðurinn úr ánni, og hafi þannig sannað sakleysi sitt, skal galdramað- urinn deyja í hans stað, og sá sem varð fyrir álögunum taka hfls lians." Svo lítur dt sem þessi Vatnsraun hafi verið notuð í fleiri tilfellum eins og sjá má á eftirfylgjandi grein: „Bendi einhver fingri að annars manns konu og gefi með því til kynna að hún sé manni sínum ótrú án þess að það se sannað, skal hun fara í ána heilögu til að hreinsa sig af áburði þessum." VÍNSÖLULEYFI 4OOO ÁRUM F. Kr. Einnig var þessi Vatnsraun úrskurðardómsákvæði, þegar um brot á vínEöluIeyfislögum var að ræða. Svo virðist sem allir vínsalar í Babylon hafi verið konur. „Haíi vinsali ekki tekið korn fyrir drykk, en tekið silfur og selt vínið við lægra verði en kornið" þA, skal sú hin sama lúka sekt sinni í ánni heilögu." Og enn aftur. — „Hafi vínsali safnað að sér óeirðarfólki og ekki tekið þá sem óeirð- unum ollu til hallarinnar, skal þessi sami vínsali deyja. Þyngst hegning var lögð á lausakonur fyrir óreglu, Lausakona su, er ekki býr í klaustri, skyldi brennastá báli, yrði hún uppvís að því að fara inn í vínsölubúð og taka ser þar drykk af víni. Víðar er minnst & þessar konur og virðast þær hafa haft sömu rétt- indi og giftar konu, eins og eftirfylgjandi grein bendir til. Sá maður sem kemur því til leiðar að fingri fyrirlitningarinnar sé bent að lausakonu eða giftri konu íin þess að geta sannað sekt þeirra, skal dreginn fyrirdómarann og brennimerktur k ennið. HjÓNABANDSLÖGlN f BABVLON. Víða eru lög þessi óglögg, eins og til d. í eftirfylgjandi grein: „fíafi maður gifzt konu, án þess samningar eða skuldarbref hennar væri fullgjó'rt, er sú kona ekki eiginkona".

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.