Freyja - 01.03.1905, Blaðsíða 4

Freyja - 01.03.1905, Blaðsíða 4
K í n a og Kínverjar. EFTIR George E. Bartlett. ----o---- Sumir œtla, aö Japan hafi í raun og veru verið land þaö, sem Columbus var aö leita aö,þegar hann íann Ameríku. En svo mik- íö er vízt,aö í kringum aldamótin 1500 ilykktist katólskt fólk þang- að, og náði þar allmikilli fótfestu, þá veittu og Spánar og Protú- gals konungar prestum þar, stórfé til kristniboðs. Um all-langan tíma litu valdsmenn |apa þetta fólk velþóknunaraugum. En svo kom þó um síðir, að katólska fólkið tapaði áliti sínu hjá yfir- mönnum japa, sem komust að þeirri niðurstöðu, að áhrif þessara kristniboða vœru siðspillandi og hefðu í för með sér sjúkdóma og dauða, í stað ódauðleika og hamingju, kom þá svo að katólsku fólki var skipað að hafa sig af landi brott,* Sumir hlýddu því boðþ aðrir trássuðust, en afieiðingin af því síðara var blóðbaðið á Papp- enburg eynni, og var eftir það öllum höfnum lokað fyrir kristnu fólki, þangað til nú fvrir hérumbil 50 árum að þær voru aftur opn- aðar fyrir kristnum mönnum og öðrum útlendingum. Þegar ég gekk eftir einni götunni í Nagasaki tók ég eftir að þar var þétt skipað knœpum á báðar hliðar, og að þessar knœpur voru haldnar af hvítu fólki—konum og körlum,sem allt var afmyndað af drykkju- skap og annari óreglu,og þegar ég heyrði drykkjulætin og sönglist- jna, sem barst frá þessum ósiðsemis knæpum út á hin kyrlátu strœti þessarar fögru friðsömu borgar.fiaug mér í hug sú spurning: llvort ekki gæti nú skeð, að sagan endurtœki sjálfa sig einmitt í þessu atriði og að hvítt fólk yrði enn þá rekið burt af þessum stöðv- um Þó margt hafi verið ritað urn Japan hefir enginn svo ég muni sagt greinilega frá nytsemi þess hlutar á heimilunum, sem þar kall- ast hibachi. Ferðamenn hafa aðeins getið hans, sem nokkurs þess, er sérstaklega tilheyri Japan, án þess að lýsa honum. Hi- bachi er eldkassi ýmist f^rkantaður, aflangur eöa kringlóttur, úr tré utan, en innan fóðraður með kopar eða járnplötum. I innri kassann er svo látið nokkuð af kalki eða fínni ösku, og ofan á það hrúga af viðarkolum, brenna þau haégt og stillt og gefa frá sér hita

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.