Freyja - 01.03.1905, Blaðsíða 12

Freyja - 01.03.1905, Blaðsíða 12
206. FREYJA. Y11. 8. ,,Konarnar taka þessum rnönnum oft og tíöum umyröalaust. —Mönnum, sem oft og einatt eru eins snauöir af heila, eins og þeir eru sneyddir öörum dyggðum, og í níu tilfellum af hverjum tíu, eru konurnar engu betri, en mennirnir sem þoer giftast Meö- an tízkumaöurinn skemmtir sér viö spilaborðið, í drykkjustofunuin, eöa á hestareiðum meö prjálsömu kvennfólki á jafn lágu siöferöis- stigi og þeir eru sjálfir, skrafa tízkukonurnar um síöustu tízku á samkvæmis kjólunum og ööru þess háttar og telja á fingrum sér hve mörg karlhjörtu þær hafi veitt á síöasta dansi, eöa lesa eins sálarlausa rómana eftir jafn sálarlausa höfunda og þær eru sjálfar. ,,Þannig er mannlífsakurinn rœktaöur. Hvaöan eiga þá aö spretta listir og dyggðir komandi kynslóða? Hvaöan, hugsandi menn og konur? Hversu meiga siöferðislegar dyggöir þróast í svo eitruðú loftslagi—svo andlega rotnuöum jarðvegi. ,,Ef vér svo lítum þangaö, hvar lög og réttur landsins eru rekin, veröum vér þess brátt vör, að glœpaskýrslurnar eru óttaleg- ar. Vér sjáum þar, hve mörgum hefir verið veittur hjónaskilnaö- ur, og hve mörgum ekki, af þeim sem um það hafa þó beöiö, og oss furðar þá fyrst á því, aö nokkrir skuli enn halda fram hjóna- bandi með fullri sannfœring fvrir gildi þess. Lesið orsakir þœr, sem leitt hafa til þess, að fólk hefir leitað eftir .hjónaskilnaði, og veriö veittur hann, og það mun sannfæra yður um að, svo lengi sem ástlaus hjónabönd eru stofnuð, svo lengi sem menn og konur hljóta sér ósainboðna maka, svo lengi v e r ö u r hjónabandið bölv- un, þeim sem þannig eru fjötraðir. Og svo lengi sem slík hjóna- bönderu stofnuð,ogbörn alininnan þeirra vebanda,svolengisem móð- irin kvíðir komu barnsins og skoðar það sem viðbót á byrði sem áður var of þung og svo lengi sem móðurina á þeim tíma hungrar og þyrstir eftir því sem hún ómögulega getur fengiö—ást cg hlut- teknmgu barnsföður síns, svo lengi verða glæpaskýrslur haldnar, og fangelsin full af glœpamönnum og vitlausraspítalar fullir af vit- firringum. ,,Ef vér grennslumst eftir, hver oftast sé orsök hjónaskilnað- arins verðum vér þess brátt vör, aö það er ólöghelguíf ást. Þrátt fyrir járnhönd laga og siðvenju, þrátt fyrir það, að allar helgar tilfinningar mannlegs hjarta eru fótum troðnár gengur þetta sama,

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.