Freyja - 01.03.1905, Blaðsíða 10

Freyja - 01.03.1905, Blaðsíða 10
204- I'REYJA VII. 6.-7. hverjum drœtti á andliti hans má lesa þetta eina orð: Haröur, haröur, harður! En hann var ríkur, og ef hún vildi selja œsku sína og fegurð, fvrir hærur hans og peninga, mundi hann sjá móö- ur hennar fyrir lækni og systkinum hennar fyrirbrauði. Ef ekki, mundi hann reka þau út á gaddinn, því þær skulduðu honum sex mánaöa húsaleigu. Hún haföi einungis um tvennt aö velja—hún, þetta óreynda barn, sem var að vakna til meðvitundar um lífið, með vonum þess og ástardraumum. Skyldan þröngvaði henni til að fórnfœra ástardraumum sínum og framtíöarvonum á altari skyldunnar til móöur sinnar og systkina. ,,Hér höfum vér enn aðra mynd. Enn þá hafa veikindi og sorg heimsókt fátnekt og ‘eymd. Ein systir stumrar vfir ann- ari. Sú hin veika er þungt haldin. A heimili þessu eru engir peningar til—ekkert meö hverju meðul og læknishjálp verði borg- uð. Heilbrigða systirin hefir ekkert að gjöra, og þó hún hefði það, gæti hún ekki komist frá systur sinni, eins veik og hún var, til að sinna því. En eitthvað verður að gjöra og það fljótt, ann- ars yrði það of seint. Þegar skuggar nœturinnar breiða sig yfir bæinn, tekur hún létt sjal og slær því yfir sig. Hún lýtur niður og þrýstjr sínum eigin ísköldu vörum á munn systur sinnar—brenn- andi af hitasótt. A svip heilbrigðu sytsurinnar lá dýpra kvala ein- kenni en hinnar, sem veltist hvíldarlaust í rúmi sínu í óráðsórum sínum. Hún gengur út í myrkrið og stanzar hjá ljós-stólpa. Upp að honum hallar hún sér, eins og til að verja sig falli. Stormur- inn þeytir þunnu fötunum hennar fram og aftur og hún bíður þar í hálftíma skjálfandi fremur af sálarangist en kulda. Þó veðrið væri napurt, þá kom þar að maður vel búinn á fínni yfirhöfn fóðraðri með dýrafeldum. Hún rétti þegjandi fram hendina, eins og væri hún að biðja um ölmusu. Hún sá að hann var ungur, en svipur hans var henni óttalegur. Þegar hún kom heim aftur hélt hún á gullpening. En í augum hennar lá glampi sem þar hafði aldrei áður verið, og sóttveikisroði málaði kinnar hennar sem urðu við og við náfölar. Nú gat hún þó útvegað systur sinni lœknis- hjálp—en hvað hafði hún lagt í sölurnar? ,,Hvaðan rís alda þessi?—Frá lögunum, frá þrœllyndi og skammsýni hinna dauðu. Frá fyrirskipunum þjóðfélagsins, frá

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.