Freyja - 01.05.1905, Blaðsíða 3

Freyja - 01.05.1905, Blaðsíða 3
VIÍ. io. FREYJA 245. eins lengi’ og árin vora um auöa akur-rein, og bálast orka’ í æöum í óútbrunnum glæöum, og vísa’ er ógjörö ein! Ég öllum föggum fleygi, um föng ei spyr né vegi, rek engra spark né spor, og út ég fer, og flakka um fjöll og mararbakka á verðgang—meö þér, Vor. Stephan G. Stephansson. MANNDAUÐI OG SLYSFARIR í HERNAÐI OG HEIMA. ----:o:--- Síöustu ríkisskýrlur sýna að 1218 manns hafi dáið, og 47,429 manns meiðst á strætirvagnasporbrautum landsins á einu ári. Oss, sem búum f New York borg, þar sem þess konar slys á jaröganga og lyftisporbrautum borgari -.nar eru svo dagleg, aö vér myndum sakna þess lista úr morgunblööum vorum, kann aö finnast minna til um þetta, en þeim, sem ferðast á tryggari hátt. En þrátt fyrir það,er þessi slysfaratala cegilega há, sérstaklega þegar þess er gætt, aö auk þessarar tölu, er fjöldi af samskonar slysum.sem aldrei kemst í skýrslurnar. A gufuvagnasporbrautum landsins sýna skýrslurnar slysfara tölu svo háa, að sé hún lögö saman við framan nefnda tölu veröur manndauðinn alls 5,300 og 100,000 ineiddir. Og allur þessi manndauði ogslys koma fram á friðsömu fólki við friðsama vinnu í þessu menningarinnar landi. Sé þessi manndauða og slysa tala lögð saman yfir þriggja ára tímabil, jafnast sú tala á við tölu særðra og fallinna manna í Rússneska Japan stríðinu í Manchuria. Er það nú ekki merkilegt að oss skuli finnast svo mjög um mannskaðann í Manchuria, þar sem menn gefa sig út til að drepa og verða drepnir, —oss, sem lésum með köldu blóði inar daglegu slysfarir meðborgara vorra og vina, fyrir hverjum í einu tilfelli af tíu eru engar gildandi afsakanir? Lauslega þýtt úr ,,Scientific American. “

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.