Freyja - 01.05.1905, Blaðsíða 24

Freyja - 01.05.1905, Blaðsíða 24
z66. FREYJA VII. io. arar nœrgœtni, og veik sér aö andstæðing sínum og óskaði sð meiga tala nokkur orð við guð sinn í bæn,og var honum veitt það. Þegj- andi með afturluktum augum bað hann, kraup svo á kné og leit upp í hið heiða loft eins og til að kveðja það í síðasta sinni. Vér horfðum á, hljóðir og hryggir og allt var hljótt, að undanskildu skrjáfinu í feisknuðu haustlaufinu sem andvarinn lék sér að. Nú gekk kafteinninn til fangans og sagði stillilega. ,,Má ég spyrja yður nokkurra spurninga. “ Og fanginn, sem auðsjáanlega fann einlœgnina í viðmóti hans, hneigði sig því til samþykkis. ,,Eruð þér giftur?“ ,,Já. “ ,,Eigið þér börn?“ „Tvö. “ Nú varð röddin ofurlítið óstyrk. Roðinn og rólegheitin sem dauða- dómurinn vann ekkert á, breyttist nú í stormþrunginn ægisvip. Kaf- teinninn hélt áfram í viðkvœmum róm: ,,Ég veit að frammi fyrirmér stendur einhverhinn hugprúðasti maður—máske hinn húgprúðasti og drottinhollasti í hinum mikla her volduga Rússlands. Það hryggir oss að verða, samkvæmt her- lögum hins mikla Nippon-veldis og annara þjóða að horfa á dauða yðar. Sem einstaklingur dáist ég að hugrekki yðar. Hluttekning mín f missi ástvina yðar er dýpri en svo að orð meigi lýsa, og ef yður nú liggur nokkuð á hjarta, sem þér vilduð með orðsending kunngjöra þeim, heiti ég við drengskap minn að koma henni til þeirra, hvað svo sem það kann að kosta sjálfan mig. “ Nú varð stundar þögn, hjörtu vor hættu að bœrast, augu fang- ans flutu í tárum,og í augum kafteinsins voru einnig tár, og svo var með marga, marga aðra. Loks sneri fanginn sér að kafteininum og sagði: ,,Þegar ég tókst þessa ferð á hendur vissi ég vel að þetta augna- blik myndi koma. Engu að síður met ég drenglyndi og hluttekning yðar. Ég hefi helgað líf mitt herra mínum og hefi því ekkert fram- ar að segja ástvinunum heima, það er allt áður sagt. “ Að svo mæltu rétti hann kafteininum hönd sína, og þarna á vígvellinum í Manchuria tóku þeir fast og einlœglega höndum saman rússneski hermaðurinn og Nippon hershöfðinginn. Nú var hvítu lérefti lauslega bundið fyrir augu fangans. Fimm hermenn komu fram og einn undirforingi benti þeim með brugðnu sverði hvar og hvenær skjóta skyldi. Hvervetna var steinhljóð, að undanteknu skrjáfinu í visnuðum haustlaufunum sem haustgolan lék sér við. Nú var rnerkið gefið og einn hugprúðasti hermaður Rússa hneig hljóðlaust í faðm dauðans.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.