Freyja - 01.05.1905, Blaðsíða 13

Freyja - 01.05.1905, Blaðsíða 13
VIr '0 FRE\ JA 255. alvarlegu Imeldu—sorglegu stúlkunni, sem œfinlega hafði vinsam" legt orð fyrir aila er uiBu á vegi hennar, en gjorCi þó enga aí5ra þar aö vinum sínum en hina mislyndu, dramblátu Margrétu Leland. Alica kom á réttum tíma og bráöum sat Imelda viö hlið henn- ar í léttn skrautkerru sem tveir aldir gœðingar gengu fyrir. Alica sagði henni á leiðinni,frá heimili sínu, tveimur elskuleguin dœtrum sínum, sem hétu Meta og Norma, sú yngri vœri ljóshœrð og bláeyg lík sér, en hin eldri dökkhœrð og dökkeyg, eins og faðir hennar. Hún bar svo ört á aÖ Imelda komst ekki að með neina athugasemd en loks sagði hún þó: ,,Er þá æfihimin þinn sí-heiður og æfin ein- göngu sól og sumar, “ því henni fannst, að á bak við hiðglaðayfir- bragð vinkonu sinnar byggi ekki alsœlt hjarta. Eitt einasta augnablik dó hláturinn og gleði í augum hennar, en svo glaðnaði þó von bráðar yfir henni aftur, eins og þegar smá- ský svífur frá sólu og hún svaraði hlæjandi og sagði: ,,Já, sí-heið- ur, og œfin eingöngu sól og sumar. Ég hefi allt sem hjartað girnist. engar áhyggjur fyrir því.hvað ég geti treint þetta eða hitt lengi.þvf maðurinn minn er örlátur við mig, svo ég hefi ekkert að hugsa eða gjöra, nema vera ánægð. “ En eftir það gaf hún Imeldu engar tíma til að spyrja fleiri spurninga, því nú voru þœr komnarheim til hennar og úr því lét hún hverja spurninguna reka aðra um hagi sjálfrar hennar svo ótt, að hún varð að endurtaka sumar til þess þœr gleymdust ekki,á meðan Imelda svaraði öðrum, en á með- an gekk viðkvæma hjartað hennar þungt.augu hennar fylltust með- aumkunartárum og röddin skalf er hún sagði> „Aumingja Imelda mín, stolta, stóra sálin mín. En hvað þú hefir orðið að líða á þessum árum. Myndir þú ekki vilja koma með mér, og vera hjá mér. “ ,,Ó nei, ég meina það ekki, “ bœtti hún fljótlega við er hún sá afsvarið í augum vinstúiku sinnar. ,,Ó nei, ég skil þig of vel til að bjóða þér heimili án þess þú vnnir fyr- ir því. En heyrðu nú til, ég sagði þér áðan að ég ætti tvær dœt- ur—báðar ungar, eins og þú skilur Ég er sjálf of léttúðug til að vera fœr um að fóstra þœr svo vel fari, þú aftur á móti ert barn- elsk og hefir þar til og með margfalda reynzlu. Komdu og vertu barnfóstra fyrir mig.ég er viss um að þér myndi með tímanum lœr- ast að þykja dálítiö vænt um þær.þær eru svo elskulegar. Þú get-

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.