Freyja - 01.05.1905, Blaðsíða 19

Freyja - 01.05.1905, Blaðsíða 19
FRE\ JA VII' i o. 265. hiá herdeild vorri var starfi hans lokiö og hann var á feröinni heim til foringia síns. Nó stóö hann frammi fyrir ákærendum sínum og stóru augun hans storöu óttalaust á dómendur hans. Haun var hermannlegur á velli, hvorki of hár né of smár.hvorki of feitur né of grannur. I svip hans lýsti sér hvorki fyrirlitning né heldur undirgefni, heldur hci!raKi hann hershöföingjum vorum aö hermanr.a sið. Hann var rjóöur í kinnum, eins og ung stúlka og er slíkur roði sjaldséður á slíkum stað, en hann vitnaði um hugarró manusins. Menn vorir söfnuðust þar saman, og ég er viss um, að kurteisari áhorfendur finnast ekki við neitt réttarhaid í Tokio, því mennirnir héldu niðri í sér andanum. Fukuwara hershöfðingi og yfirdómari sagði hægt og alvarlega fram sakargiftir á hendur Rússanum, dregnar saman úr hans eigin sögu Og svo framburði mannanna sem handsömuðu hann, og end- aði með þessum orðum: ,,Samkvæmt herlögum vorum og allra annara þjóða hefir fanginn verið dœmdur og skal hann nú heyra dómsorðin: ,,Innbúi þorpsins Revexyofka, í Penzensky sveit, Penzensky^ héraði og undir hermaður í 284 herdeild í 7 i deild 5 hluta hers- ins.Wasily Liapoff að nafni og 33 ára gamalþhefir verið hertekinn og staðinn að þeim glœp að ferðast gegnum herdeildir vorar kring- um Mukden í kínversku bóndagerfi í þeim tilgangi að njósna um ferðir vorar og kunngjöra það óvinum vorum.og dœmist því rétt að vera dauða sekur. 37 Meiji, 30 dag hins 9 tungls í Chibon í Mukden héraði í Kína. Yfirdómari Fukuwara Tetsutaro hershöfðingi f fótgöngu- liði hans hátignar. Hamano Matasuke kafteinn í fótgönguliði hans hátignar. Eg horfði á fangann, hann hafði búist við þessu og brá ekki hið allra minnsta. Eg hafði heyrt svo margt sagt um tilfinningalíf hinna vestrœnu þjóða að mig langaði til að sjá hvernig hermenn þeirra tækju dauða sínum. Og ef satt skal segja fann ég til ein- kennilegra vonbrigða er ég sá að dauðadómurinn hafði engi sýni- leg áhrif á hann. y,,Eg er ánægður, “ sagði hann einungis, og svo varð steinhljóð. I Chiba dalnum undit eyðilegu tré stóð rússneski njósnarinn umkringdur af alvarlegum áhorfendum.sem alvara innar deyjandi kvöldsólar og feigðarsvipur hinna hrynjandi haustblaða gjörðu svo átakanlega að engi orð fá það útmálað, Einn af hermönnum vorum tók af honum handjárnin og strauk með móðurlegri nákvœmni niður handleggi hans og úlfnliði, til aðTiðka þá og draga úr sársaukanum. Fanginn fann til þess-

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.