Freyja - 01.05.1905, Blaðsíða 20
2Ó2.
FREYJA
VII. io.
Ég var ákaflega fundvís. Ég hafði svo oft fundið gleraugun
hennar ömmu þegar þau höfðu flækst í þunna, hvíta hárið hennar,
og einu sinnni fann ég flngurbjörgina hennar mömmu þegar Dikk
bróðir minn hafði hana upp í sér. Nora hældi augunum í mér, og
pabbi sagði að ég væri fljótari að finna kvöldskóna hans en allir
aðrir. Það hlaut að vera létt verk að finna týnda drengi og týnd-
ar stúlkur. Ég þyrfti auðvitað ekki annað en spyija alla sem ég
sæi eftir þeim, því þau voru svo mikið stœrri. Og svo þegar ég
fynndi þau.skyldum við öll hlaupa til gamla hershöfðingjans og þá
yrði hann svo feginn og svo glaður, og hver veit nema hann yrði
vinur minn upp frá því. Allt þetta flaug í gegnum huga minn. Og
næst þegar hershöfðinginn gekk frarn hjá,hrópaði ég til hans: ,,Ég
ætla að finna litlu drengina þína og litlu stúlkurnar þínar. “
,,Litlu drengina og stúlkurnar mínar, “ endurtók hann undr-
andi.
,,Já, drengina og stúlkurnar sem þú misstir einu sinni fyrir
löngu.
Hann snerisérsnögglegaundanoghélt áfram svo ég var hrœdd
um að honum hefði mislíkað. En þegar hann kom til baka stanz-
aði hann hjá mér, tók höfuðið á mér milli handa sinna og horfði
inn í augun á mér, þar sem myndirnar endurspeglast og sagði:
, ,Þegar þú eldist, þá mundu eftir því, að gamla hershöfðingjanum
þótti vœnt um þig. “ Að svo mæltu sleppti hann mér og pjakkaði
tafarlaust heiin til sín.
Upp frá þessu vorum við vinir. Hann stanzaði œfinlega við
hliðið og þar töluðum við um brúðuna mína og tréhestinn sem ný-
lega var kominn til mín, og fötin mín, sem mér fannst aldrei ná
tilgangi sínum fyr en hershöfðinginn var búinn að hæla þeim og
klípa í kinnina á mér og einu sinni lofaði ég honum að kyssa mig
í skugga sólskinskappans míns þegar enginn sá til. Þannig gekk
það til alla daga þegar gott var veður. Þegar veðrið var slæmt
kom hershöfðinginn aldrei út, og það voru langir dagar fyrir mig.
Amma mín átti ofurlítið hús úr rauðum múrsteini sem stóð á
hillunniyfir arninum ,í þessu húsi var maður og kona, sem aldrei
mœttust,því þegar maðurinn fór inn,fór konan œfinlega út, henni
fylgdi sól og sumar, honum vetur og kuldi, hann hafði œfinlega